Tímalína

Til að telja upp atriði eða gefa leiðbeiningar sem þarf að fylgja skref fyrir skref er hægt að setja upp tímalínur (Timeline). Það eru til tvær einingar til að stilla upp tímalínum: lóðrétt (vertical) og lárétt (horizontal).

Lóðrétta tímalínan býður upp á fleiri möguleika. Því er mælt með að hún sé frekar notuð.

Einingin Timeline (Vertical) er notuð til að birta lóðrétta tímalínu.

Tímalínan er samansett af skrefum (Timeline items). Í hverjum skrefi eru svæði sem hægt er að fylla út:

  • Image: Ef þú vilt hafa mynd í skrefinu bætir þú henni við hér. Smelltu þá á hnappinn Add media. Þá geturðu bætt við mynd úr safni vefsins eða hlaðið upp nýrri (Sjá nánar: Myndir og myndanotkun).
  • Icon name: Ef þú vilt hafa tákn/Íkon með tímalínunni er nafnið á því skrifað í þennan reit. (Sjá lista yfir öll íkon í boði)
  • Date: Hér er hægt að láta dagsetningu fylgja með. Til dæmis ef skrefinu þarf að ljúka fyrir ákveðinn tíma.
  • Title: Fyrirsögn í skrefinu
  • Text: Stuttur texti sem lýsir því hvað þarf að gera í viðkomandi skrefi.
  • Link: Hér er hægt að hafa hnapp til að tengja yfir á annað efni eða ítarlegri upplýsingar:
    • URL: Slóð síðunnar, með node-númeri, eða nafn hennar fer í þennan reit.
    • Link text: Heitið á tenglinum.
    • Attributes: Hér stillir þú útlitið á hnappinum. Sjá mismunandi útlit á hnöppum.

Til að bæta skrefi við tímalínuna smellir þú á hnappinn Add timeline item og endurtekur leikinn hér fyrir ofan.

Dæmi um útlit á tímalínu:

Einingin Timeline (horizontal) er notuð til að búa til lárétta tímalínu. Hér er að hámarki hægt að hafa þrjú skref.

Eins og lóðrétta tímalínan er sú lárétta sett saman úr skrefum (Timeline items).

Hér eru nokkur svæði til að fylla út:

  • Date: Ef það þarf að ljúka skrefinu fyrir ákveðinn tíma getur þú stillt dagsetninguna hér.
  • Title: Fyrirsögn yfir skrefinu.
  • Text: Stuttur texti sem lýsir því sem þarf að gera í viðkomandi skrefi.
  • Link: Ef þú vilt hafa hnapp sem vísar í ítarlegri upplýsingar fyllir þú út þessa reiti:
    • URL: Slóð síðunnar, með node-númeri, eða nafn hennar fer í þennan reit.
    • Link text: Heitið á tenglinum.
    • Attributes: Hér stillir þú útlitið og litinn á hnappinum. Sjá mismunandi útlit á hnöppum.

Dæmi um útlit á láréttri tímalínu:

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.