Slæðusýning 50/50
Slideshow 50/50 einingin birtir mynd með textaboxi vinstra megin. Hún virkar og lítur út líkt og fókusbox.
Nema að myndirnar staflast ekki ofan á hver aðra. Hér hægt að fletta á milli mynda-/textaboxa ef slæðurnar eru fleiri en ein í sömu einingu. Uppi í hægra horni í textaboxinu birtast þá örvatakkar sem hægt er að smella á til að fletta í gegnum slæðurnar.
Hér eru nokkur svæði til að fylla út:
Mynd
Til að bæta við mynd smellir þú á hnappinn Add media. Þá geturðu bætt við mynd úr safninu á vefnum eða hlaðið upp nýrri mynd.
Í hlutanum View mode velur þú stærðina á boxinu. Hér er um tvennt að velja:
- Banner 5050
- Squared
Textaboxið
- Pre header: Undirfyrirsögn, ef þess þarf
- Title: Aðalfyrirsögnin í textaboxinu
- Sub header: Undirfyrirsögn, ef þess þarf
- Text: Í þennan reit kemur aðaltextinn í textaboxinu. Hér er bara gert ráð fyrir stuttum texta.
Hnappur
Ef þú vilt hafa hnapp (call-to-action-hnapp) í textaboxinu fyllir þú út í reinina fyrir hnappinn:
- URL: Hér kemur slóð síðunnar, með node-númeri, eða heiti hennar.
- Link text: Heitið á hnappinum.
- Í stillingunum attributes er útliti og lit hnappsins breytt:
- Link style: Útlit (Sjá útlit á hnöppum)
- Link color: Litur á hnappi:
- None/Default: HÍ-blár litur
- Pink: Bleikur
Slæðunum er svo hægt að raða með því að draga þær upp og niður með músinni (Drag-n-drop-möguleikinn).
Til að bæta nýrri slæðu við eininguna smellir þú á hnappinn Add Slide og endurtekur leikinn hér fyrir ofan.
Dæmi um útlit á slæðusýningu: