Skjöl á aðalvef

Það er líka hægt að hlaða upp skjölum án þess að nota þessa einingu.

Einingin File er notuð til að búa til tengla í fylgiskjöl. Hana má líka nota til að hlaða upp PDF-skjölum upp á vefinn. Það er ekki í boði að hlaða upp Word-, Excel- eða Powerpoint-skjölum á vefinn. Hér er bara hægt að birta skjöl sem eru á vefnum. Það er ekki hægt að birta skjöl sem eru geymd á öðrum vefsvæðum.

Í leiðbeiningum um upphleðslu skjala á stofnana- og sérvefi eru hugleiðingar um hvort það þurfi alltaf að vera skjöl á vefnum. Einnig nokkrar ástæður fyrir því að hlaða ekki upp Word-, Excel-, Powerpoint eða PDF-skjölum. Þessi umfjöllun á líka við um aðalvefi háskólans.

Skjöl í þessari einingu geta verið eins mörg og þurfa þykir. Samt er ekki gott að hafa þau of mörg. Það gæti skilað sér í upplýsingaóreiðu. Mikið af upplýsingum er ekki endilega betra. (Less is more!)

Skjölin í einingunni geta verið í allt að fjórum dálkum.

Eftir að einingunni hefur verið bætt við síðuna smellir þú á hnappinn Add media.

Dragðu skjalið inn í gráa rammann efst í glugganum. Þú getur líka smellt á hnappinn Select files og fundið skjalið í tölvunni hjá þér.

Skjalið hleðst svo sjálfkrafa upp.

Næst birtist gluggi þar sem þú þarft að breyta upplýsingum um skjalið.

Í reitinn Name þarftu að gefa skjalinu nafn. Það þarf að lýsa innihaldi skjalsins. Það kemur sér líka vel ef það þarf að birta skjalið á annarri síðu eða finna það einhverntíma seinna.

Í reitinn Thumbnail getur þú hlaðið upp einkennismynd fyrir skjalið. En það er ekki nauðsynlegt.

Öðru þarf ekki að breyta og þú getur vistað stillingarnar.

Þegar búið er að bæta einingunni við síðuna og stilla útlit hennar smellir þú á hnappinn Add media.

Þá getur þú flett í gegnum skjalasafnið eða hlaðið skjölum upp úr tölvunni (Sjá leiðbeiningar fyrir ofan). Það er líka hægt að leita eftir nafni skjalsins.

Þú merkir við skjalið eða skjölin sem þú vilt birta á síðunni. Að því loknu smellir þú á hnappinn Insert selected.

Þegar skjölin eru komin inn í eininguna er hægt að breyta röðinni á þeim með því að draga þau til og frá með músinni.

Hér er dæmi um hvernig skjalaeiningin lítur út:

Image
Sýnishorn af skjalasafni á vef HÍ
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.