Myndband með textaboxi á aðalvef
Video text einingin birtir myndband með textaboxi til hliðar. Það er hægt að stilla hvort myndbandið er hægra eða vinstra megin við textaboxið. það er gert í stillingum einingarinnar, undir Video position.
Myndbandið
Til að bæta myndbandi við eininguna smellir þú á hnappinn Add media.
Þá getur þú fundið og bætt myndbandi við síðuna úr miðlunarsafni vefsins.
Þú getur líka bætt við nýju myndbandi með því að setja slóðina að því í reitinn Add Remote video via URL. Þá bætist það við safnið og hægt að nota það aftur á annarri síðu.
Hér á ekki að setja inn fleiri en eitt myndband í hverja einingu. Ef tvö eða fleiri myndbönd eru notuð ruglast uppsetningin á síðunni.
Textinn
Í reitinn Title er hægt að hafa fyrirsögn yfir textanum en það er ekki nauðsynlegt.
Textinn sjálfur fer í textareitinn. Hér er bara gert ráð fyrir stuttum texta, einni til tveimur setningum.
Hnappur
Fyrir neðan textann er hægt að hafa hnapp til að tengja yfir á aðra síðu.
Í reitinn URL skrifar þú nafn eða slóð síðunnar (með node-númeri) sem þú vilt tengja í.
Heitið á hnappinum er skrifað í reitinn Link text.
Hér er dæmi um hvernig myndband með textaboxi getur litið út: