Myndband í síðuhaus á aðalvef
Video-eininguna er hægt að nota í hausnum á síðum. Með henni er hægt að birta stutt myndband.
Myndbandið þarf að vera til á vefnum áður en þessi eining er notuð.
Til að bæta myndbandi við eininguna smellir þú á hnappinn Add media. Þá getur þú bætt við myndbandi sem er til í safninu á vefnum eða hlaðið upp nýju.
Eftirfarandi stillingar eru á myndbandinu:
- Start automatically: Sé merkt við þetta byrjar myndbandið að spilast um leið og síðan opnast.
- Mute: Valið hvort hljóð á að heyrast með myndbandinu eða ekki. (Það er ekki hægt að hafa hljóð með ef valið er að hefja spilun sjálfkrafa).
- Show controls: Valið hvort aðgerðastika á að vera sýnileg þegar myndbandið spilast
- Loop: Ef merkt er við þetta spilast myndbandið aftur og aftur. Ef ekki spilast það bara einu sinni.