Mynd á aðalvef

Image-einingin er notuð til að birta eina staka mynd á síðunni.

Þegar búið er að bæta einingunni við síðuna smellir þú á hnappinn Add media. Þá getur þú hlaðið upp mynd eða fundið mynd í safninu á vefnum sem nú þegar er búið að hlaða upp.

Í reitinn Caption er hægt að skrifa stuttan myndatexta sem birtist fyrir neðan myndina. Hámarkslengd á myndatextanum er 255 slög. Ef myndatextinn þarf að vera lengri er mælt með því að nota mynd með textaboxi (Image text-eininguna).

Í stillingunni Image brightness er hægt að velja hvort myndin birtist venjulega eða hvort hún fær svarta eða hvíta slikju yfir sig.

Sé merkt við reitinn Expandable birtist plús-merki efst í hægra horni myndarinnar. Það er hægt að smella á merkið á myndinni til að stækka hana.

Undir myndinni er stillingin View mode. Það breytir stærðinni á myndinni. Myndir þurfa að vera í ákveðnum lágmarksstærðum til að passa inn í rammann: (Hér er miðað við að breiddin á einingunni sjálfri sé Full screen. En myndirnar eru í sömu hlutföllum eftir því sem breiddin er minni):

  • Banner: 1440x600
  • Hero: 1932x960
  • Landscape: 1440x450
  • Original: Upprunaleg stærð myndarinnar
  • Portrait: 1440×1920
  • Squared: 1440 × 1440
  • Unchanged: Upprunaleg stærð myndarinnar
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.