Gallerý á aðalvef
Gallerý-einingin birtir eina eða fleiri myndir á sama stað. Myndirnar birtast í yfirliti. Hægt er að smella á hverja og eina mynd til að stækka hana og skoða. Myndirnar geta verið í allt að fjórum dálkum.
Eftir að einingunni hefur verið bætt við síðuna smellir þú á hnappinn Add media. Þú getur þá hlaðið mynd upp á vefinn eða sótt mynd sem nú þegar er búið að hlaða upp.
Sjá nánar um myndir og myndanotkun á aðalvefjum.
Til að fjarlægja mynd úr safninu smellirðu á X-hnappinn sem er yfir myndinni.
Til að breyta upplýsingum um myndina smellirðu á blýantstáknið. Þá opnast gluggi þar sem þú getur bætt við eða breytt upplýsingum, s.s. alt-texta og nafni myndarinnar eða leitarorðum.
Það er hægt að breyta röðinni á myndunum með því að draga þær til og frá með músinni (Drag-n-drop-möguleikinn).
Sjá líka: Gallerý með smámyndum
Dæmi um útlit á gallerýi, hér í þremur dálkum: