Flipar

Tabs-einingin býr til flipa (tabs). Þessa einingu getur verið hentugt að nota ef síða er efnismikil og/eða kaflaskipt. Hver kafli eða hluti getur þá verið í sínum eigin flipa.

Þegar búið er að bæta þessari einingu við er hægt að bæta öðrum efniseiningum inn í hvern flipa á síðunni.

Neðst í stillingum hvers flipa er hnappur sem heitir Add Block reference. Við hliðina á honum er ör sem bendir niður. Hægt er að smella á hana til að bæta við öðrum einingum inn í flipann:

Hægt er að breyta röð flipanna með því að draga þá upp og niður með músinni (Drag-n-drop-möguleikinn).

Þegar flipaskipt síða er opnuð birtist innihald fremsta flipans alltaf sjálfkrafa. Það er ekki hægt að búa til beinan tengil til að vísa á innihald hinna flipanna.

Dæmi um útlit á flipaskiptri síðu

Image
Dæmi um útlit á flipaskiptri síðu á vef HÍ
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.