Blokkir á aðalvefjum

Með Block-reference einingunni er hægt að birta ýmiss konar efni (einkum texta) sem er til í bakhluta vefsins. Þegar einingunni hefur verið bætt við síðuna er hægt að velja í fellilista hvers konar virkni hún á að hafa.

Sjá líka: Efnisbox (Custom box)

Til að birta fréttayfirlit er þetta aðferðin:

  1. Bættu Block reference einingu við síðuna.
  2. Í valmyndinni (þar sem stendur - None - í upphafi, finnur þú hlutann Lists (Views).
  3. Þar getur þú valið atriði sem byrja á nafninu Latest news.
    1. Latest news: Default birtir lista yfir allar nýjustu fréttir á vefnum.
    2. Það er líka hægt að velja fræðasvið. Þá birtast nýjustu fréttir frá viðkomandi sviði.
  4. Í valmyndinni Items per block velur þú hversu margar fréttir eiga að birtast. Þær geta verið allt að 48.
    Ef þær eru fleiri en þrjár birtast þær í hringekju (carousel). Þá er hægt að nota örvahnappana til að fletta í gegnum þær.
  5. Í reitinn Title skrifar þú fyrirsögn yfir fréttayfirlitinu ef hún á að vera önnur en Latest news.
    Þá þarftu að muna að merkja við möguleikann Override title.

Aðferðin við að birta viðburðayfirlit er eins og að birta fréttayfirlit. Sjá leiðbeiningar um fréttayfirlit fyrir ofan.

Nema að í skrefi 3 velur þú atriði sem byrja á Upcoming Events.

Upcoming Events: Default sýnir alla næstu viðburði framundan. Það er líka hægt að velja viðburði eftir fræðasviðum. Þá birtast næstu viðburðir viðkomandi fræðasviðs.

Almennt er ekki mælt með því að hafa sama efni á mörgum síðum, heldur frekar að tengja á milli síðna. Stundum er það þó nauðsynlegt, t.d. ef birta þarf tengiliðaupplýsingar, opnunartíma eða tenglalista. (Tenglalistinn hér hægra megin á síðunni er t.d. birtur með svona einingu).

Önnur aðferð við að birta tengiliðaupplýsingar er að nota eininguna Custom box.

Block reference einingin hentar vel ef birta þarf sama texta á mörgum síðum. Þá er nóg að breyta textanum á einum stað. Breytingin flyst svo sjálfkrafa yfir á allar síður þar sem einingin er notuð.

Ný blokk

Til að búa til nýja textablokk sem á að birtast í þessari einingu er þetta aðferðin:

  1. Veldu Structure → Block layout → Add custom block.
  2. Í reitinn Block description kemur nafnið á blokkinni.
  3. Í textaritilinn (Body) kemur innihald blokkarinnar.
  4. Vistaðu blokkina.

Blokk bætt við síðu

  1. Bættu Block reference einingu við síðuna.
  2. Í valmyndinni (þar sem stendur - None - í upphafi) finnur þú hlutann Content block. Þar undir eru allar blokkir sem til eru.
  3. Veldu blokkina sem þú vilt birta og vistaðu síðuna.

Skoða blokkir

Til að sjá yfirlit yfir blokkir sem eru til velur þú Structure → Block layout.

Til að sjá eða breyta innihaldi viðkomandi blokkar smellir þú á hnappinn Edit í sömu línu og blokkin er.

Til að eyða blokkinni er hægt að smella á örvatakkann við hliðina á Edit-hnappinum og velja Delete.

Farðu samt varlega í að eyða blokkum – vertu viss um að það sé ekki verið að nota hana neinsstaðar á vefnum áður en þú eyðir henni!

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.