Akkeri

Akkeriseiningin (Anchor) býr til bókamerki á síðunni. Hún er ekki sýnileg á síðunni sjálfri, heldur bara í bakhlutanum á henni. Með akkerinu er hægt að búa til tengil sem vísar beint í ákveðinn hluta á síðunni.

Image
Akkeriseiningin, bókamerki

Í reitinn Title kemur heiti akkerisins. Öðrum stillingum í einingunni þarf ekki að breyta.

Það er góð regla að nota bara lágstafi og ekki sér-íslenska stafi.

Dæmi

Heiti akkerisins er prufa.

Slóð síðunnar er https://adalvefurstaging.rhi.hi.is/prufusida.

Aftan við slóðina er þá hægt að bæta við #-merki (kassamerki, hashtag-merki) ásamt heitinu á akkerinu.

Í þessu tilfelli verður slóðin þá: https://adalvefurstaging.rhi.hi.is/prufusida#prufa.

Sé farið á þessa slóð lendir þú beint á hluta síðunnar þar sem akkerið er.

Takmarkanir

Akkerið er bara hægt að nota á síðunni sjálfri. Það er ekki hægt að nota það inni í öðrum síðuhlutum, á borð við harmónikkulistum eða inni í flipum.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.