Vandamál og lausnir á stofnana- og sérvefjum

Hér eru nokkur algeng vandamál og villuskilaboð sem hafa komið upp á stofnana- og sérvefjum og hugsanlegar lausnir við þeim.

Ef lausnin virkar ekki eða ef þú finnur ekki vandamálið, hafðu þá samband við vefstjóra.

Vandamál Lausn
Ég get ekki skráð mig inn í Drupal.

Hafðu samband við vefstjóra og biddu um nýtt lykilorð. Ekki reyna að skrá þig inn oftar en tvisvar til þrisvar sinnum.

Ef þú reynir of oft að skrá þig inn með vitlausu lykilorði getur verið að kerfið loki á IP-töluna þína í allt að 24 klukkutíma. Þá er ekkert að gera nema að bíða – þó að þú fáir nýtt lykilorð.

Þú getur líka prófað að skrá þig inn úr annarri tölvu.

Ég fæ þessi villuskilaboð þegar ég reyni að vista síðuna:

Validation error on collapsed paragraph field_category: This value should not be null.

Þetta er líklega vegna Info box collection á síðunni.

Passaðu að öll boxin séu öll opin áður en þú vistar.

Smelltu á hnappinn Edit all. Þá opnast öll boxin undir viðkomandi safni.

Ef þú finnur ekki hnappinn, smelltu þá fyrst á hnappinn Collapse all. Þá breytist nafnið á honum.

Prófaðu svo að vista aftur.

Myndir í Infoboxum eru ekki í beinni láréttri línu.

Þetta er út af tenglum. Ef það er tengill í Textaboxinu má ekki vera vefslóð í reitnum vefslóð – og öfugt. Ef það eru tenglar á báðum þessum stöðum í sama boxinu getur uppstillingin á þeim riðlast.

Taktu tengil út annað hvort í Textaboxinu eða úr reitnum Vefslóð. Þá ætti vandamálið að leysast.

Ég er að fara eftir leiðbeiningum hér á vefnum en finn hvergi tengil/hnapp á síðunni sem bent er á.

Þetta er líklega út af aðgangsstillingum. Sumar af aðgerðunum sem nefndar eru í leiðbeiningunum eru bara opnar notendum með stjórnendaaðgang.

Þú ert þá með aðgangsheimildina Vefritarar. Það er sú heimild sem nægir flestum.

Fáðu vefstjóra til að gera hlutinn fyrir þig eða óskaðu eftir meiri aðgangsheimild.

Þessi villa birtist þegar ég reyni að vista síðuna:

1 error has been found: Media

eða

This entity (media: [númer] cannot be referenced.

Þetta kemur fyrir ef þú ert að reyna að birta myndband á vefnum með einingunni Media/Margmiðlunarefni.

Notaðu eininguna Video text til að birta myndbandið.

Þessi villa kemur upp þegar ég reyni að hlaða upp SVG-mynd:

The specified file … could not be uploaded. Detected file MIME type image/svg does not match the filename extension svg.

Opnaðu myndina í textaritli (Notepad eða Textedit). Bættu þessum kóða efst í hana:

<?xml version="1.0" encoding="UTF-8"?>

og vistaðu svo.

Þá ættirðu að geta hlaðið myndinni upp.

Það birtist engin mynd þegar ég deili síðunni á Facebook. Finndu leiðbeiningarnar Myndir á Facebook á síðunni Myndanotkun á stofnana- og sérvefjum og farðu eftir þeim.