Vefform
Vefform eru góð leið til að safna upplýsingum frá notendum. T.d. skráningar á póstlista, ráðstefnur, umsóknir um styrki o.fl. Áður en vefform er stofnað í Drupal ættir þú samt að skoða aðra möguleika, til dæmis:
- Office forms (starfsmenn og nemendur með Ugluaðgang hafa aðgang að þeim).
- Google forms
- K2 eyðublaðakerfið í Uglu
- Soloforms
Hverjum er formið ætlað?
Ef það er ætlað nemendum og/eða starfsfólki HÍ skaltu nota einhverja af þessum möguleikum sem taldir eru upp hér fyrir ofan.
Hvaða upplýsingar þarftu?
Áður en form er stofnað er gott að vera búin að ákveða hvaða upplýsingar þú ætlar að biðja um. Ekki biðja um meiri upplýsingar en við þurfum að nota. Ef við þurfum ekki á kennitölu notenda að halda skulum við ekki biðja um hana.
Hvað þarftu að geyma upplýsingarnar lengi?
Upplýsingar sem sendar eru í gegnum vefform eru geymdar á vefnum og verður því að eyða þeim eftir þú þarft ekki lengur á þeim að halda.
Það er hægt að láta færslur eyðast sjálfkrafa að ákveðnum tíma liðnum. (Sjá neðar á síðunni).
Til að búa til nýtt form er þetta leiðin:
- Smelltu á Uppbygging.
- Veldu Webforms.
- Smelltu á hnappinn Add webform.
Þá opnast sprettigluggi. - Í reitinn Titill (eða Title) skrifar þú nafn formsins.
- Í reitinn Administrative description getur þú skrifað stutta lýsingu á forminu, eða til hvers það er ætlað. En það er ekki nauðsynlegt.
- Smelltu á hnappinn Vista.
Þá er búið að stofna formið og þú getur bætt við einingum á það.
- Smelltu á hnappinn Build.
- Á síðunni sem þá birtist smellir þú á hnappinn Add element. Þá færðu lista af einingum sem eru í boði.
Hér fyrir neðan er stutt umfjöllun um hverja og eina einingu sem er í boði. Það er ekki komin reynsla á þær allar. Og sumar þeirra verða sjálfsagt lítið sem ekkert notaðar.
Basic elements
- Checkbox: Einn reitur til að haka við. Til dæmis ef notandi þarf að samþykkja skilmála áður en formið er sent.
- Falið: Svæði með texta að eigin vali. Birtist bara í niðurstöðum formsins. Sést ekki þegar verið er að fylla formið út.
- Textarea: Svæði fyrir langan texta. Næstum því ótakmarkaður stafafjöldi. Hér er hægt að stilla hversu langan texta (stafafjölda) boðið er upp á.
- Textareitur: Svæði fyrir stutta texta. Hámarkslengd er 255 stafir.
Advanced elements
- CAPTCHA: Notað ef við viljum koma í veg fyrir að vélmenni fylli út formið (VERÐUR AÐ SETJA Á ÖLL FORM).
- CodeMirror: Ef notendur þurfa að gefa upp forritunarkóða
- Email confirm: Birtir tvo reiti, annan fyrir netfang og hinn til að staðfesta netfangið. Þau þurfa að vera eins í báðum reitunum. Ef þau eru ekki eins er ekki hægt að senda formið.
- Email multiple: Í þennan reit geta notendur gefið upp fleiri en eitt netfang, með kommum á milli.
- Gildi:
- Height: Til að gefa upp hæð í fetum og tommum.
- Leit: Til að slá inn leitarorð
- Litur: Hér er hægt að velja lit
- Mapping: Einhvers konar flokkar af spurningum.
- Netfang: Einn reitur fyrir netfang. Hér er bara hægt að gefa upp eitt netfang. Það þarf ekki að staðfesta netfangið. Ef netfangið er ekki á réttu formi (nafn@lén.is) telst reiturinn óútfylltur.
- Númer: Reitur fyrir númer. Í reitnum geta notendur smellt með músinni á niður- eða upp- örvatakka til að hækka eða lækka töluna sem birtist í reitnum. Hér er líka hægt að stilla hámarks- og/eða lágmarkstölur.
- Range: Birtir lárétta línu með hnappi. Notendur geta dregið hnappinn til hægri eða vinstri með músinni.
- Rating: Virkar ekki...
- Same as…: Birtir box sem hægt er að merkja við. Ef merkt er við boxið þýðir það að upplýsingar í tilteknum reit séu þær sömu og í einhverjum öðrum. (T.d. heimilisfang kaupanda er það sama og heimilisfang viðtakanda).
- Scale: Birtir tölur sem notendur geta valið, t.d. til að gefa einkunnir.
- Sími: Reitur til að gefa upp símanúmer
- Terms of service: Reitur sem notandi þarf að merkja við til að samþykkja þjónustuskilmála.
- Textaforsnið: Birtir textaritil, eins og er í bakhlutanum (edit-hlutanum) á vefnum.
- Undirskrift: Birtir stað fyrir rafræna undirskrift. Það vantar samt eitthvað á vefinn til að þetta virki almenilega.
- Variant: Eitthvað til að búa til eins, eða svipaða útgáfu af sama vefformi, t.d. vegna A/B-prófana.
- Vefslóð: Reitur til að gefa upp vefslóð. Hér verður að vera http:// (eða https://) fyrir framan slóðina í reitnum. Annars telst hann óútfylltur.
Composite elements
- Basic address: Þetta er meira hugsað fyrir ameríska notendur. Kemur ekki að notum á íslenskum vefjum. Hér er hægt, í einum pakka, að biðja um upplýsingar um:
- Heimilisfang 1 og 2
- Borg/Bær
- Fylki/ríki
- Póstnúmer
- Land
- Advanced address: Býður líka upp á að safna upplýsingum um heimilisfang, og er meira hugsað fyrir ameríska notendur. Upplýsingar sem birtast eru mismunandi eftir því hvaða land er valið í upphafi. Upplýsingar í boði eru:
- Land
- Fyrra nafn
- Miðnafn
- Seinna nafn
- Fyrirtæki
- Heimilisfang 1 og 2
- Póstnúmer
- Sorting code.
- Dependent locality (hverfi)
- Locality (borg)
- Borg
- Administrative area (Sýsla)
- Contact: Upplýsingar um tengilið. Þetta á meira við um ameríska notendur. Upplýsingar sem hægt er að biðja um eru:
- Nafn
- Fyrirtæki
- Netfang
- Símanúmer
- Heimilisfang 1 og 2
- Borg
- Ríki/Fylki
- Póstnúmer
- Land
- Custom composite: Hér er hægt að bæta ýmsum svæðum við sömu eininguna. Útfyllingarsvæði birtast í láréttri röð. Notendur geta svo bætt við línum ef þau þurfa að bæta við fleiri upplýsingum.
- Link: Tveir reitir til útfyllingar. Annar á að innihalda heiti tengils. Hinn á að innihalda vefslóð tengils.
- Location (Algolia Places): Hér á að vera hægt að gefa upp staðsetningu eftir hnitum. En það vantar einhverja viðbót við vefinn til að þetta virki.
- Nafn: Ítarlegar upplýsingar um nafn. Á ekki við um íslenska nafnahefð. Hér er hægt að biðja um eftirtaldar upplýsingar:
- Titill (Miss, Mrs, Mr. Mrs., Dr., Annað)
- Fyrsta nafn
- Miðjunafn
- Seinna nafn
- Viðskeyti
- Degree
- Telephone advanced: Ítarlegar upplýsingar um símanúmer. Hér er hægt að biðja um eftirfarandi upplýsingar:
- Type (Hvers konar sími - t.d. vinnusími, heimasími, farsími, annað…)
- Símanúmer (Hér er líka hægt að velja landsnúmer úr lista).
- Ext. (Viðbótarnúmer)
Markup elements
Þetta eru ýmsar einingar notaðar til að birta skilaboð með forminu. Þetta eru svæði sem ekki eru ætluð til útfyllingar. Hægt er að birta skilaboðin á forminu og/eða í innsendum svörum.
- Advanced HTML/Text: Birtir texta til að hafa með forminu. Hægt að nota t.d. sem skýringartexta eða leiðbeiningar.
- Basic HTML: Virkar svipað og næsta eining fyrir ofan.
- Horizontal rule: Birtir lárétta línu.
- Meira: Birtir texta undir fellilista.
- Merking: Birtir texta, eins og Advanced HTML/Text og Basic HTML-einingarnar.
- Skilaboð: Birtir texta inni í mismunandi lituðum ramma, eftir því hvaða tegund hann er. (Staða, Villa, Viðvörun eða Info). Notendur geta lokað rammanum þar sem skilaboðin birtast.
- Skoða: Virkar ekki.
File upload elements
Þessi hluti er notaður ef við viljum leyfa notendum að senda skrár með forminu.
- Audio file: Fyrir hljóðskrár.
- Document file: Til að hlaða upp alls konar skrám. Þó einkum Word, Excel, Powerpoint, Textaskjölum eða PDF-skjölum.
- Image file: Fyrir myndir.
- Skrá: Fyrir alls konar skrár sem eiga ekki heima í hinum flokkunum.
- Video file: Fyrir myndbandaskrár
Options elements
- Checkboxes: Box til að merkja við. Hægt að merkja við 0 eða fleiri.
- Checkboxes other: Virkar eins og Checkboxes. Nema hér geta notendur merkt við reitinn annað og gefið upp sitt eigið svar.
- Likert: Hér er hægt að spyrja spurninga eða setja fram fullyrðingar sem hægt er að svara á svipaðan hátt. (T.d. Mjög sammála, Frekar sammála, Hvorki né, Frekar ósammála, Mjög ósammála)
- Radios: Hringir til að merkja við. Aðeins í boði að merkja við eitt svar.
- Radios other: Virkar eins og Radios. Nema hér geta notendur merkt við reitinn annað og gefið upp sitt eigið svar.
- Select: Birtir felllista með svarmöguleikum. Hægt að velja einn af möguleikunum sem eru í boði.
- Select other: Virkar eins og Select. Nema hér geta notendur valið möguleikann annað og gefið upp sitt eigið svar.
- Table select: Birtir töflu af valmöguleikum, eins og í hlutanum Checkboxes. Efst er reitur sem hægt er að merkja við til að velja alla möguleikana.
- Tableselect sort: Virkar eins og Table select. Nema hér geta notendur notað drag-n-drop-möguleika til að endurraða svarmöguleikum.
- Table sort: Hér geta notendur raðað svarmöguleikunum í þá röð sem þeir vilja.
Computed Elements
Þetta eru atriði sem birtast bara í bakgrunni formsins. Ekki í hlutanum sem snýr að utanaðkomandi notendum. Ekki alveg búinn að læra hvernig þetta virkar. Og óvíst hvort hann verður nokkurntíma notaður!
- Computed token
- Computed Twig
Date/time elements
- Dagsetning: Hér geta notendur skrifað dagsetningu, á forminu mm/dd/yyyy. Ef smellt er á reitinn birtist dagatal þar sem hægt er að velja dagsetningu.
- Date/time: Hægt að skrifa Dag- og tímasetningu.
- Date list: Notendur velja dag- og tímasetningu í fellilistum, allt frá ártali niður í sekúndur. Hægt er að velja hvaða upplýsingar beðið er um.
- Tími: Notendur skrifa tímasetningu (klukkustundir og mínútur) eða velja hana úr fellilista.
Entity reference elements
Mismunandi aðferðir við að velja efni sem er til á vefnum. Ekki komin nógu góð reynsla á þetta til að hægt sé að útskýra þetta nánar. Held að enginn sé að nota þetta ennþá.
- Entity autocomplete
- Entity checkboxes
- Entity radios
- Entity select
- Term checkboxes
- Term select
Containers
Þetta eru mismunandi aðferðir við að hópa einingar saman. Ekki búið að skoða muninn á þeim öllum.
- Fieldset
- Flexbox layout - raðar einingum upp í dálka. Því fleiri einingar sem eru í þessum hóp, því fleiri verða dálkarnir.
- Gámur
- Item
- Nánar
- Section
- Tafla
Buttons
Submit button(s): Bætir við aukahnappi. Hægt að stilla hvort hann vistar formið eða sendir það strax.
Þegar formið er tilbúið þarf að birta það á vefnum:
- Búðu til nýja síðu af tegundinni Vefform.
- Í reitinn Meginmál má skrifa formála eða lýsingu á forminu.
- Í valmyndinni Webform velur þú hvaða form á að birtast á síðunni.
Það er líka hægt að nota eininguna Block reference á hvaða síðu sem er.
Þegar henni hefur verið bætt við síðuna velur þú Webform í fellilistanum. Að því loknu skrifar þú nafn formsins sem þú vilt birta.
Til að skoða niðurstöður í forminu á vefnu er þetta leiðin:
- Vertu á síðunni sem formið er á.
- Smelltu á tengilinn Niðurstöður (eða Results) neðst á síðunni.
Þá birtist listi af öllum færslum sem eru til í forminu.
Til að skoða einstaka færslu er smellt einhversstaðar á röðina með viðkomandi færslu.
Þá opnast síða með öllum upplýsingum sem gefnar voru upp.
Á síðunni sem formið er á smellir þú á tengilinn Niðurstöður (eða Results), neðst á síðunni. Eftir það er þetta leiðin:
- Merktu við boxið fremst hjá færslunni sem á að eyða.
- Í valmyndinni Select operation velur þú Delete submission.
- Smelltu á hnappinn Apply to selected items.
- Þá birtist staðfestingarsíða. Þar hakar þú við reitinn Yes, I want to delete this submission.
- Smelltu á hnappinn Delete.
- Á síðu formsins smellir þú á tengilinn Niðurstöður (eða Results), neðst á síðunni.
- Smelltu þá á tengilinn Hreinsa (eða Clear), ofarlega á síðunni.
Þá birtist síða þar sem þú þarft að staðfesta að þú viljir örugglega hreinsa allt úr forminu. - Merktu við boxið Yes, I want to clear all … submissions.
- Smelltu á hnappinn Hreinsa (eða Clear).
Það er hægt að láta eyða færslum sjálfkrafa úr forminu. Það er nauðsynlegt að nota þennan möguleika, því það er alltaf hætta á að það gleymist að eyða þeim handvirkt út. Við megum ekki geyma upplýsingar úr formum á vefnum lengur en nauðsynlegt er. Þetta er aðferðin
- Smelltu á Stillingar (eða Settings).
- Fyrir neðan flipana, efst á síðunni velur þú Submissions.
- Þar neðarlega á síðunni er hlutinn Submission purge settings.
- Þar velur þú hvernig færslum þú vilt eyða (innsendum og/eða vistuðum (drafts) – ef það er í boði að vista formið og klára það seinna).
- Í reitinn Days to retain submissions skrifar þú fjölda daga sem færslurnar eiga að geymast eftir að þær eru sendar inn.
- Smelltu á Build.
- Efst á síðunni smellir þú á Elements.
- Smelltu á hnappinn Breyta (eða Customize) í sömu línu og Submit buttons(s). (Neðsta línan á síðunni).
Þá birtast stillingarmöguleikar hægra megin á síðunni. - Skrifaðu heitið á hnappinum í reitinn Vista button label, efst á síðunni.
- Smelltu á Niðurstöður (eða Results).
- Smella þá á Hala niður, efst á síðunni.
- Í valmyndinni Export format, efst á síðunni (í hlutanum FORMAT OPTIONS) velur þú HTML table.
- Merktu við Open HTML table in Excel.
Það þarf ekki að breyta fleiri stillingum. - Smelltu á hnappinn Hala niður neðst á síðunni. Þá hleðst niður Excel skjal í tölvuna.
Þegar forminu er svarað er hægt að fá póst með tilkynningu um það:
- Smelltu á Stillingar (eða Settings)
- Smelltu á Emails/Handlers, efst á síðunni.
- Smelltu á hnappinn Add email.
Þá birtast stillingarmöguleikar hægra megin á skjánum.- Titill = Heitið á póstinum/stillingunni.
- Send to
- To email = veldu Custom To email address.
- Í reitinn þar fyrir skrifar þú netfang þess sem á að fá skilaboðin.
- Þar má líka bæta við CC og BCC-netföngum.
- Send from (Website/Domain)
- From email = Custom From email address
- Í reitinn þar fyrir neðan á að koma netfang sendanda, t.d. stofnunar eða þess sem ber ábyrgð á forminu. Netfangið verður að vera raunverulegt. Það kemur í veg fyrir, eða minnkar líkurnar á því að skilaboðin endi í ruslpósthólfi viðtakanda.
- From name = Custom From name
- Í reitinn fyrir neðan á að skrifa nafn sendanda.
- Reply to Email - á ekki að skipta máli. (Hafa hann áfram = Default).
- Skilaboð
- Viðfangsefni = Custom subject
- Í reitinn þar fyrir neðan á að koma titill (subject) tölvupóstsins.
- Meginmál = Annað hvort Default (Sjálfgefið) eða Twig template.
Ef seinni möguleikinn (Twig template) er valinn er hægt að skrifa stöðluð skilaboð til að láta fylgja með upplýsingum úr forminu. Samt ekki breyta því sem er í reitnum með forritunarkóðanum, heldur skrifa skilaboð fyrir ofan eða neðan kóðann.
Annað á ekki að skipta máli, og nú má vista stillingarnar.
Þakkarskilaboð birtast eftir að búið er að senda formið.
- Smelltu á Stillingar (eða Settings)
- Smelltu á Confirmation, efst á síðunni.
- Hafðu merkt við Page (redirects to new page and displays the confirmation message)
- Skilaboðin fara í reitinn Confirmation message.
- Smelltu á Stillingar (eða Settings)
- Smelltu á Emails / Handlers, efst á síðunni.
- Smelltu á Add email hnappinn.
Þá birtast stillingarmöguleikar hægra megin á síðunni. - Gefðu stillingunni nafn í reitinn Title. T.d. „Staðfestingarpóstur“.
- Send to:
- To email = Netfang
Ef nafnið á reitnum fyrir netfang sendanda er eitthvað annað birtist það í valmyndinni, undir hlutanum Elements í valmyndinni. - Það er hægt að bæta við netföngum í CC og/eða BCC, en það er ekki nauðsynlegt.
- To email = Netfang
- Send from (Website/Domain)
- From email = Custom From email address…
- Í reitinn þar fyrir neðan kemur netfangið okkar eða stofnunarinnar sem á þennan vef. Það verður að vera til í alvörunni. Það minnkar líkurnar á að skilaboðin lendi í ruslpósti viðtakanda.
- From name = Custom From name…
- Í reitinn þar fyrir neðan (Enter from name…) kemur nafn sendanda.
- Reply to (individual/Organization)
- Reply to = Custom Reply-to email address...
sama og netfangið í From email.
- Reply to = Custom Reply-to email address...
- Skilaboð
- Viðfangsefni = Custom subject…
- Í reitinn þar fyrir neðan kemur titill/haus skilaboðanna.
- Meginmál - Hér er um þrennt að velja:
- Custom body = Stöðluð skilaboð sem allir fá. Hér getur þú skrifað þín eigin skilaboð.
- Twig template = Hægt að blanda saman stöðluðum skilaboðum og upplýsingum sem gefnar eru upp í forminu.
Hér þarftu að vita hvað svæðin/reitirnir í forminu heita. Þú finnur heiti þeirra í Build hlutanum, og þar undir í Edit hluta hvers svæðis.
Undir reitnum Title sést textinn Key: [eitthvað]. Það er sá hluti sem þarf að vera með í skilaboðunum.
Dæmi: Textareitur heitir Nafn nemanda. Undir honum stendur „Key: nafn_nemanda.“ Það er Key-nafnið sem þú notar.
Í reitinn undir Twig template getur þú sett kóðann:
{{ data.nafn_nemanda }}
Nafnið sem var gefið upp í reitnum Nafn nemanda fylgir þá með í skilaboðunum sem viðtakandi fær.
Dæmi um skilaboð:
<p>Góðan dag, {{ data.nafn_nemanda }}.
<p>Þú skráðir þig á viðburðinn hjá okkur 3. maí 2023.
<p>bestu kveðjur,
<br>Háskóli Íslands.
Ef nafnið Jón Jónsson er sett í reitinn líta skilaboðin svona út:
Góðan dag, Jón Jónsson.
Þú skráðir þig á viðburðinn hjá okkur 3. maí 2023.
bestu kveðjur,
Háskóli Íslands. - Default = Sendandi fær svar með stöðluðum upplýsingunum sem hann gaf upp í forminu.
- Þegar búið er að stilla skilaboðin rétt þarf svo að fara neðst og vista stillingarnar.
Það er hægt að birta sama form á mörgum síðum. Þannig er til dæmis hægt að nota þau til að fá endurgjöf frá lesendum vefsins. (Eins og „Var efnið hjálplegt“ formið hér fyrir neðan).
Til að bæta formi við síðuna er notuð einingin Block reference. Í valmyndinni í einingunni er valið Webform.
Ef sama form er notað á mörgum síðum er gott að í tilkynningum um svar við því sjáist hvar notandi var staddur á vefnum þegar hann svaraði forminu. (Sjá leiðbeiningar hér fyrir ofan: Tilkynning um svar við forminu).
Þar sem slóð síðunnar á að birtast í skilaboðunum er settur þessi kóði í meginmálsreitinn: {{ uri }}