Vefform

Þessi efnistegund er ætluð til þess að birta vefform á stofnana- og sérvefjum. Þetta geta verið samskiptaform, umsóknareyðublöð o.fl. Aðeins notendur með aðgangsheimild stjórnenda geta búið til og breytt vefformum. Allir innskráðir notendur geta skoðað niðurstöðurnar úr formunum.

Þessi síðutegund er aðeins notuð til að skrifa formála eða inngang að vefforminu og birta formið sjálft fyrir neðan. Hún er ekki notuð til að setja upp sjálft formið.

Sjá nánar: Leiðbeiningar um uppsetningu á vefformum

Þegar þessi síðutegund er stofnuð birtast fjögur svæði:

  • Title: Hér kemur fyrirsögn eða heiti vefformsins
  • Meginmál: Svæði fyrir inngangstexta, formála eða leiðbeiningar með forminu.
  • Webform: Valmyndin birtist fyrir neðan textaritilinn. Hér er valið hvaða vefform á að birtast á síðunni. Það verður að vera til í bakhluta vefsins áður en síðan er stofnuð.
  • Webform settings: Hér er hægt að stilla hvort formið er lokað eða opið fyrir innsendingar.
    Hér er líka hægt að tímastilla formið ef það þarf að opnast eða lokast á fyrirfram ákveðnum tíma.
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.