Bæta hljóðskrá á vefinn
Það er hægt að bæta hljóðskrá við vefinn frá Soundcloud og Spotify. Þær verða að vera til á þessum miðlum áður en þeim er bætt við vefinn.
Þetta er fyrst og fremst notað til að birta hlaðvarpsþætti. En má líka nota til að birta tónlist.
Til að bæta hljóðskrá við margmiðlunarsafn vefsins er þetta leiðin:
- Smelltu á Content (eða Innihald) → Margmiðlunarefni (eða Media) → Bæta við margmiðlunarefni → Remote audio.
- Settu slóðina að hljóðskránni í reitinn Audio URL.
- Smelltu á Vista.
Hljóðskráin er þá komin í margmiðlunarsafnið á vefnum.
Til að birta hana notarðu Margmiðlunar- (Media)-eininguna.