Frétt á aðalvefjum

Síðutegundin Fréttir (News) er notuð til að birta fréttir af starfsemi HÍ.

Sjá líka: Stofna nýja síðu.

Til að flýta fyrir má fara leiðina Content → Add content → From template og velja þar Frétt.

Efst á fréttasíðunni eru nokkur atriði sem þarf að fylla út:

  • Title: Í þennan reit kemur fyrirsögnin.
  • Title wrapper width: Þetta á að vera stillt á Wide width.
  • Date: Hér þarf að velja dagsetningu fréttarinnar. Sjálfgefin dagsetning er dagurinn í dag.
    • Það er ekki hægt að velja dagsetningu fram í tímann og láta fréttina birtast þann dag. Hún birtist alltaf sjálfkrafa um leið og hún er vistuð. (Nema að valið sé að birta hana ekki strax. Sjá: Fela eða birta).

Fréttasíðan skiptist svo í fjóra hluta:

  • Forskoða (Preview)
  • Haus (Header)
  • Meginmál (Content)
  • Tögun

Í reitinn Preview text er nauðsynlegt að setja inngangstexta. Hann á ekki að vera lengri en ein til tvær setningar. Hann á að lýsa umfjöllunarefni fréttarinnar í örstuttu máli.

Í hlutanum Preview image þarf að vera mynd. Gott er að hún tengist efni fréttarinnar, en það er ekki nauðsynlegt. Þetta er myndin sem birtist í fréttayfirliti, t.d. á forsíðu vefsins.

Sjá leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.

Hér á að vera ein mynd efst í hausnum.

Stillingarnar á myndinni eiga að vera:

  • Theme = None
  • Expandable = Nei
  • Image brightness = None
  • Width = Wide width
  • View mode = Banner
    • Til að myndin passi inn í boxið er best að hún sé í stærðinni 1440x600 punktar, eða í sömu hlutföllum.
  • Enginn texti í caption-reitnum.

Í þennan hluta fer allt efni, s.s. texti, myndir og myndbönd sem eiga að birtast í fréttinni.

Breiddarstilling á efniseiningum á að vera í stillingunni Content width.

Einingar í boði í þessum hluta eru:

Í þessum hluta eru þrír mismunandi hlutar fyrir efnisflokkun.

Flokkunarorðin verða að vera til í bakhluta vefsins áður en þeim er bætt við reitina.

Í hvern reit kemur eitt flokkunarorð. Ef flokkunarorðin eiga að vera fleiri en eitt er smellt á hnappinn Add another item fyrir neðan listann. Nýtt orð er þá skrifað í reitinn sem birtist. (Gildir þó ekki um reitinn Uppruni efnis).

Til að bæta nýju flokkunarorði við er farið í hlutann:

Structure → Taxonomy.

Þar eru hlutar fyrir hvern af þessum flokkum:

Uppruni efnis

Hér er skrifað hvaða fræðasviði (en ekki deild) fréttin tilheyrir. Ef hún tilheyrir ekki neinu fræðasviði, eða hún tengist Háskólanum almennt er skrifað Háskóli Íslands (eða University of Iceland) í þennan reit.

Orðunum er breytt og bætt í hlutanum Structure → Taxonomy → Fræðasvið. Það á samt ekki að þurfa, því búið er að bæta öllum fræðasviðum við þessi flokkunarorð.

Tögun

Hér eru skrifuð efnisorð eða flokkunarorð tengd síðunni eða umfjöllunarefni hennar.

Þetta geta verið t.d. verið námsleiðir, sérfræðasvið, umfjöllunaratriði greinar/fréttar eða heimsmarkmið SÞ.

Orðunum er breytt og bætt í hlutanum Structure → Taxonomy → Tögun.

Flokkunarorð ættu ekki að vera of mörg. Annars verður flokkunin óljós. Í mesta lagi ætti að hafa fimm flokkunarorð.

Efnisflokkun

Hér er skrifað hvaða fræðasviði og/eða deild síðan tilheyrir. Þetta geta líka verið svið innan sameiginlegrar stjórnsýslu, þjónustueiningar eða verkefni innan háskólans.

Orðunum er breytt og bætt í hlutanum Structure → Taxonomy → Efnisflokkun.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.