Einingin Page reference birtir stóran áberandi tengil í síðu innan vefsins.

Hægt er að hafa einn til fjóra tengla í hverri röð. Það er stillt í valmyndinni Útlit í stillingum fyrir eininguna.

Í reitina undir hlutanum Page reference á að skrifa titil síðunnar sem á að tengja í. Node-númer hennar birtist sjálfkrafa innan sviga aftan við titilinn. Það er hægt að hafa fleiri en einn tengil í sömu einingu.

  • Til að bæta við tengli smellir þú á hnappinn Bæta við öðru atriði.
  • Til að fjarlægja tengil smellir þú á hnappinn Fjarlægja, hægra megin við heiti síðunnar.
  • Það er hægt að breyta röð tenglanna með því að draga þá upp og niður með músinni (drag-n-drop-möguleikinn).

Þegar allt er tilbúið og búið að vista birtist sjálfkrafa tengill í viðkomandi síðu, með mynd og fyrirsögn síðunnar. Myndin sem birtist við tengilinn er sú sama og notuð er í hlutanum Forskoða (Preview) á hverri síðu.

Sýnishorn af Page reference

Árnagarður
Aðalbygging Háskóla Íslands
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila