Einingin Page reference birtir stóran áberandi tengil í síðu innan vefsins.
Hægt er að hafa einn til fjóra tengla í hverri röð. Það er stillt í valmyndinni Útlit í stillingum fyrir eininguna.
Í reitina undir hlutanum Page reference á að skrifa titil síðunnar sem á að tengja í. Node-númer hennar birtist sjálfkrafa innan sviga aftan við titilinn. Það er hægt að hafa fleiri en einn tengil í sömu einingu.
- Til að bæta við tengli smellir þú á hnappinn Bæta við öðru atriði.
- Til að fjarlægja tengil smellir þú á hnappinn Fjarlægja, hægra megin við heiti síðunnar.
- Það er hægt að breyta röð tenglanna með því að draga þá upp og niður með músinni (drag-n-drop-möguleikinn).
Þegar allt er tilbúið og búið að vista birtist sjálfkrafa tengill í viðkomandi síðu, með mynd og fyrirsögn síðunnar. Myndin sem birtist við tengilinn er sú sama og notuð er í hlutanum Forskoða (Preview) á hverri síðu.
Sýnishorn af Page reference