Efnisflokkun á stofnana- og sérvefjum

Á stofnana- og sérvefjum er hægt að setja fréttir í efnisflokka. Einnig er hægt að bæta nýjum byggingum við lista yfir byggingar, til að nota í staðsetningum viðburða.

Flokkarnir verða að vera til í bakhluta vefsins áður en fréttirnar eru settar í þá.

Það er bara í boði fyrir notendur með stjórnendaaðgang að sýsla með efnisflokka.

Yfirflokkar á vefnum eru:

  1. Byggingar (Buildings)
  2. Höfundarréttur mynda (Copyright).
    Flokkunarorð bætast sjálfkrafa við þennan flokk eftir því sem þeim er bætt við í upplýsingar um myndir. (Sjá nánar um myndir og myndanotkun).
  3. Viðburðaflokkar (Event category) - Ekki notað.
  4. Fréttaflokkar (News category)

  1. Smelltu á Uppbygging → Flokkun.
    Þá birtist listi yfir yfirflokkana (sjá ofar).
  2. Smelltu á hnappinn List terms aftan við yfirflokkinn sem þú vilt sýsla með.
  3. Á síðu sem þá birtist smellirðu á hnappinn Bæta við flokkunarorði.
    Þá lendirðu á síðu þar sem þú býrð til nýjan flokk.
  4. Í reitinn Nafn skrifar þú nafn flokksins sem þú vilt búa til. Fleira þarf ekki að fylla út.
  5. Smelltu á hnappinn Vista eða Save and go to list.

Það er hægt að endurskipuleggja og raða efnisflokkum sem eru til á vefnum:

  1. Smelltu á Uppbygging -> Flokkun.
    Þá birtist listi yfir yfirflokkana (sjá ofar).
  2. Smelltu á hnappinn List terms aftan við yfirflokkinn sem þú vilt sýsla með.

Þegar hingað er komið getur þú dregið flokkana upp og niður með músinni og flokkað þá niður yfir- og undirflokka. (Drag-n-drop-möguleikinn).

Þú getur líka raðað þeim í stafrófsröð með því að smella á hnappinn Endurstilla í stafrófsröð.

  1. Smelltu á Uppbygging -> Flokkun.
    Þá birtist listi yfir yfirflokkana (sjá ofar).
  2. Smelltu á hnappinn List terms aftan við yfirflokkinn sem þú vilt sýsla með.
  3. Við hnappinn Edit aftan við flokkinn sem þú vilt eyða smellir þú á píluna og velur Delete.
  4. Á staðfestingarsíðunni sem þá birtist getur þú smellt á hnappinn Hætta við (eða Cancel). Ef þú smellir á hnappinn Delete verður ekki aftur snúið!
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.