Upplýsingabox á stofnana- og sérvefjum
Upplýsingabox (Info-box) eru ætluð fyrir mynd og stuttan texta fyrir neðan hana. Þau má einnig nota sem tengla yfir í aðrar síður, hvort sem er innan vefsins eða á utanaðkomandi síður.
Boxin geta mest verið fjögur í hverri röð. Ef þau eru fleiri bætast við fleiri raðir.
Boxin eru ekki gerð fyrir langan texta. Í mesta lagi 100 slög. Og ekki fleiri en eina efnisgrein.
Hvert sett af upplýsingaboxum (Info box collection) getur verið í þremur breiddarstillingum: Full, Wide og Narrow.
Settið getur líka haft þrenns konar litastillingu: Dark, Light og None.
Í reitinn Titill efst setur þú fyrirsögn, ef þú vilt hafa hana yfir boxunum. Það er ekki nauðsynlegt. En mælt með því ef þú hefur fleiri en eitt sett af upplýsingaboxum á sömu síðu.
Til að bæta mynd við boxið smellir þú á tengilinn IMAGE, þá á hnappinn Select entities. Þá birtist sprettigluggi þar sem þú getur valið mynd. Sjá nánar um myndir og myndanotkun.
Það er líka hægt að sleppa myndunum í boxunum og hafa bara texta.
Til að setja tengil í infoboxið er slóðin að síðunni sett inn í reitinn vefslóð. Einnig er hægt að skrifa heiti síðunnar eða node-númer ef hún er innan vefsins. Textinn fyrir tengilinn er settur í reitinn Link text. Sá texti sést ekki á síðunni. Hann er ætlaður til þess að auðvelda blindum og sjónskertum að lesa vefinn.
Til að birta sambærileg box á aðalvefjum HÍ er notuð einingin Custom box.
Sumir hafa lent í því að myndir í infoboxum eru í mismunandi hæð. Hér fyrir neðan sést hvernig fyrsta myndin í röðinni er neðar en hinar myndirnar:
Þetta gerist ef tenglar eru notaðir á tveimur stöðum í upplýsingaboxinu.
Ef vefslóð er sett í reitinn Vefslóð neðst í boxinu má ekki hafa texta með tengli í textaritlinum fyrir ofan. Sömuleiðis má ekki hafa vefslóð í vefslóðarreitnum ef texti með tengli er notaður í Textaboxinu. Ef það er gert ruglast hæðin á myndinni.
Eftir að upplýsingaboxin hafa verið stofnuð er hægt að nota drag-n-drop-möguleikann til að draga þau upp og niður með músinni.
Það gefur betri yfirsýn ef smellt er á hnappinn Collapse all all áður en röðinni á boxunum er breytt.
Eftir að búið er að breyta röðinni þarf að muna að smella aftur á hnappinn, sem nú heitir Edit all, áður en síðan er vistuð. Ef það er ekki gert kemur upp þessi villa:
„Validation error on collapsed paragraph field_category: This value should not be null.“