Myndanotkun á aðalvefjum

Til að bæta við mynd á vefinn er best að vera á síðunni sem þú vilt að myndin birtist á og bæta svo viðeigandi einingu við síðuna.

Á aðalvef HÍ er hægt að nota þessar einingar til að birta myndir:

Það er líka hægt að birta myndir inni í textaritlinum og í harmónikkulista. Það ætti þó að fara sparlega með þann möguleika – helst sleppa honum og nota einhverja af einingunum sem nefndar eru hér fyrir ofan.

Þegar búið er að bæta einingu við síðuna getur þú sótt mynd úr myndasafni vefsins eða hlaðið upp nýrri mynd. Það ætti alltaf að byrja á að leita að myndinni í myndasafninu. Svona er farið að því:

  1. Smelltu á hnappinn Add media.
  2. Þá opnast gluggi með upphleðslusvæði. Fyrir neðan það er myndasafnið ásamt leitarreit og síunarmöguleika.
    Þú getur leitað eftir leitarorðum með leitarglugganum.
  3. Smelltu á myndina sem þú vilt nota og næst á hnappinn Insert selected. Myndin er þá komin inn á síðuna.

Þegar búið er að bæta einingu við síðuna er þetta aðferðin við að hlaða upp nýrri mynd:

  1. Smelltu á hnappinn Add media.
  2. Dragðu myndina inn í gráa rammann sem þá birtist. (Drop files to upload them)
    ... eða smelltu á hnappinn Select files inni í gráa rammanum sem þá birtist og finndu myndina í tölvunni hjá þér.
  3. Nú opnast gluggi með nokkrum reitum sem þarf að fylla út:
    1. Name: Hér skrifar þú nafn á myndina eða leitarorð. Ef nógu góð leitarorð eru skrifuð á ekki að þura að hlaða myndinni upp oftar en einu sinni, heldur er hægt að nota sömu myndina aftur. (Sjá leiðbeiningar fyrir ofan).
    2. Alternative text: Alt-texti. Stuttur texti sem lýsir því hvað er á myndinni. Hann auðveldar blindum og sjónskertum að skoða vefinn og hjálpar leitarvélum að finna myndina.
    3. Smelltu á hnappinn Save and select þegar upplýsingarnar eru komnar í reitina. Myndin er þá tilbúin til notkunar á vefnum.
    4. Smelltu þá á hnappinn Insert selected, neðst í glugganum. Þá birtist myndin á síðunni.
      Það er hægt að breyta þessum upplýsingum síðar, með því að smella á blýantstáknið (sjá leiðbeiningar fyrir neðan).

Myndir sem hlaðið er upp á vefinn þurfa ekki að vera í fullri prentupplausn. En þær mega heldur ekki vera of litlar. Annars er hætta á að þær verði of óskýrar og pixlaðar.

Það er nóg að langhliðin á myndinni, hvort sem það er hæð eða breidd, sé 1920 punktar. Það er passleg myndastærð fyrir vefinn.

Þegar myndin er komin á sinn stað á síðunni sérð þú blýantstákn yfir henni:

Ef þú smellir á blýantstáknið opnast gluggi þar sem þú getur breytt Alt-textanum og nafni/leitarorðum við myndina.

Á myndinni er líka fókuspunkturinn, litli hvíti krossinn á myndinni. Það er hægt er að draga hann hvert sem er. Það sem er undir fókuspunktinum birtist, sama hvernig myndin klippist. Hægt er að smella á tengilinn Preview undir myndinni til að skoða hvernig myndin birtist í mismunandi stærðum.

Þegar síða er stofnuð út frá sniðmáti (template) er líklegt að þú viljir skipta um myndir á henni.

Þá þarf að byrja á að fjarlægja myndina sem þú vilt skipta út. Það gerir þú með því að smella á X-táknið:

Þegar því er lokið getur þú smellt á hnappinn Add media og sett inn aðra mynd, eftir leiðbeiningunum hér fyrir ofan. (Sækja úr myndasafni eða hlaða upp nýrri).

Það á ekki að smella á blýantstáknið og skipta myndinni út þar! Ef það er gert breytist myndin allsstaðar þar sem hún er notuð.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.