Hlaða upp skrá á stofnana- og sérvefi

Til að hlaða upp textaskjölum á vefinn er þetta aðferðin:

  1. Smelltu á Innihald (eða Content) → Media → Bæta við margmiðlunarefni (eða Add media) → Skrá.
  2. Gefðu skráni nafn, í reitinn Name.
  3. Smelltu á hnappinn Choose file.
  4. Finndu skrána í tölvunni hjá þér.
  5. Smelltu á Vista.

Þá er búið að hlaða skjalinu upp á vefinn.

Þú getur notað Margmiðlunar- (Media) eininguna til að birta skjalið á vefnum. Eða náð í slóðina að því og búið til beinan tengil í það. (Sjá leiðbeiningarnar Finna slóð að skjali hér fyrir neðan).

Dæmi um skjal í margmiðlunareiningunni

Auk þess að nota margmiðlunareininguna getur þú sett tengil í skjalið í textasvæðið. Þá þarftu fyrst að vera með slóðina að skjalinu. Svona finnur þú hana:

  1. Smelltu á Innihald (eða Content) → Media.
  2. Finndu skjalið í listanum. Þú getur notað leitina og síuna efst á síðunni.
  3. Smelltu á nafn skjalsins
  4. Smelltu aftur á nafn skjalsins á síðunni sem birtist:

    Þá opnast skjalið í nýjum sprettiglugga. Efst í honum er slóðin að skjalinu. Afritaðu hana.
    Þú getur líka hægrismellt á nafn skjalsins og valið Copy link address.
  5. Þú getur nú búið til tengil í skjalið hvar sem er í textasvæði á vefnum. Sjá nánar: Leiðbeiningar um tengla.

Þegar slóðin að skjalinu er afrituð með aðferðinni hér fyrir ofan kemur hún í heilu lagi. En þú þarft ekki nema hluta hennar. Dæmi:

Slóð að skjali er: https://nafnvefs.hi.is/sites/nafnvefs.hi.is/files/2023-11/skjal.pdf

Hér er nóg að afrita slóðina frá og með /files... - hlutanum.

Slóðin sem þú setur í vefslóðarreitinn er því /files/2023-11/skjal.pdf. Þessa slóð má nota sem tengil í skjalið innan vefsins.

Mundu eftir að eyða öllum tenglum í skjalið sem þú ætlar að fjarlægja. Eftir að það er búið er þetta aðferðin:

  1. Smelltu á Content (eða Innihald) → Media.
  2. Finndu skjalið sem þú ætlar að fjarlægja.
  3. Smelltu á örina hjá Edit-hnappinum í sömu línu og skjalið er í og veldu Delete.
  4. Á staðfestingarsíðunni sem þá birtist merkirðu við boxið Also delete the associated file?
  5. Smelltu á Delete.

Þetta virkar ekki á öllum vefjum. Hafðu samband við vefstjóra ef þú lendir í vandræðum með þetta.

Við mælum sterklega gegn því að hlaða Word-, Excel- og Powerpoint-skjölum upp á vefinn. Þau skapa ákveðin vandamál fyrir fólk sem á ekki réttan hugbúnað til að opna þau. Best er að breyta þeim í PDF-skjöl og hlaða þeim svo upp á vefinn.

Langbest er þó að hafa efnið úr skjalinu á vefsíðunni sjálfri. Til þess er vefurinn! Það sparar notendum tíma, sérstaklega notendum snjalltækja. Þess vegna er gott að skoða og meta hvort skjalið hentar e.t.v. ekki betur sem texti á vefnum í stað viðhengis áður en því er hlaðið inn.

Virðingarröð efnis á vefnum á að vera:

  1. Texti á vefnum
  2. Texti á vefnum
  3. Texti á vefnum
  4. Texti á vefnum
  5. Texti á vefnum
  6. Texti á vefnum
  7. Texti á vefnum
  8. Texti á vefnum
  9. PDF-skjöl
  10. Word, Excel og Powerpoint

  • Þau geta stundum innihaldið vírusa eða óværu, án þess að við vitum af því.
  • Það eiga ekki allir réttan hugbúnað til að opna þau.
  • Þau eru tímafrek. Fólk þarf að fara út af vefnum til að skoða þau. Það truflar ferð notandans á vefnum.
  • Óhentug fyrir notendur snjalltækja.
  • Uppsetning og útlit eru breytileg eftir tölvum, stýrikerfum og forritum. Það sem lítur vel út hjá einum getur litið hræðilega út hjá öðrum.

Ef þú kemst ekki hjá því að nota Word-, Excel-, eða Powerpoint-skjöl er möguleiki að hlaða þeim upp í skjalageymslu, t.d. Onedrive eða Google drive. Stilla svo aðganginn að þeim þannig að hver sem er geti skoðað það.

  • Þau eru tímafrek. Sérstaklega fyrir notendur snjalltækja. Fólk þarf að fara út af vefnum til að skoða þau.
  • Ekki skalanleg. Henta illa til lesturs á minni skjám.
  • Aðgengi oft ábótavant. Þau þurfa að uppfylla ákveðnar aðgengiskröfur til að fatlaðir notendur, t.d. blindir, sjónskertir eða lesblindir geti skoðað þau.
  • Fyrst og fremst prentefni. Ef við ætlumst til að notendur prenti efnið út skulum við hafa það á PDF-formi. Annars ekki.
  • Ekki mælanleg. Erfiðara að fylgjast með því hvað notendur eru að skoða í PDF-skjalinu.
  • Erfiðara og tímafrekara að uppfæra þau.

PDF-skjöl eiga stundum rétt á sér. En ekki alltaf. Í langflestum tilvikum hentar betur að birta innihald þeirra sem venjulega vefsíðu. Vefsíða á alltaf að vera fyrsti valkostur. Ef þú kemst ekki hjá því að birta PDF-skjal skaltu alltaf hafa textann líka á venjulegri vefsíðu – a.m.k. útdrátt úr honum. PDF-skjalið á að vera aukaefni.

Sjá líka: PDF-plágan.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.