Efniseiningin Accordion er notuð til að búa til harmónikkulista (fellilista, plús-lista). Hana má nota til að fela texta á bakvið fyrirsagnir og stytta síðuna ef hún er mjög löng og efnismikil. Það auðveldar lesendum að skanna yfir textann á síðunni.

Textaritill í harmónikkulista á aðalvef HÍ

Í reitinn Title kemur fyrirsögn.

Í textareitinn fyrir neðan kemur textinn sem á að vera undir fyrirsögninni. Hér gilda almennar reglur um framsetningu texta á vefnum. Þessi reitur er fyrst og fremst fyrir texta, en það er líka hægt að birta myndir í honum. Stillingin í Text format-hlutanum þarf þá að vera Rich text.

Til að bæta öðru atriði við listann smellir þú á hnappinn Add Accordion item neðst í einingunni.

Atriðum í listanum má svo endurraða með því að draga þau upp eða niður með músinni. Sjá leiðbeiningar: Einingar færðar til.

Í stillingum fyrir harmónikkulistann, efst í einingunni, er möguleikinn Enable search. Ef merkt er við hann birtist leitargluggi fyrir ofan listann. Það hentar vel ef listinn er efnismikill. Fólk á þá ekki að þurfa að opna hvert einasta atriði í listanum til að finna upplýsingar sem leitað er að.

ATH: Það er ekki hægt að hafa harmónikkulista inni í öðrum harmónikkulista.

Annar möguleiki við að stytta efnismikla síðu er að stilla henni upp í flipa.

Tenglar í harmónikkulista.

Það er hægt að útbúa beina tengla í ákveðna staði í harmónikkulistanum.  (ATH. þó ekki á námsleiðasíðum). Tenglarnir opna viðkomandi stað og sýna strax upplýsingarnar á bakvið fyrirsögnina.

Dæmi:

Búum til tengil í upplýsingar um jafnréttisnefnd á síðunni University Council Committees.

Fyrirsögnin sem við viljum opna heitir Equal Rights Committee.

Aftan við slóð síðunnar bætum við #-merki (kassamerki, númersmerki, hashtag-merki).

  • Á eftir kassamerkinu er bætt við heitinu á fyrirsögninni.
  • Í staðinn fyrir bil er sett - (bandstrik).
  • Ef spurningamerki er í fyrirsögninni er það ekki haft með í slóðinni.
  • Hér skiptir líka máli að hástafir og lágstafir í slóðinni séu eins og í fyrirsögninni.

Í þessu tilfelli verður viðbótin við slóðina #Equal-Rights-Committee.

Slóðin sem við notum er þá https://english.hi.is/about-ui/governance/university-council-committees#Equal-Rights-Committee.

Vefvænni framsetning: Equal Rights Committee.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila