Texti á stofnana- og sérvefjum

Textaeiningin er notuð til að birta venjulegan texta. Hér gilda almennar reglur um framsetningu efnis á vefnum.

Sjá líka: Textaritillinn

Breiddarstillingar

Breiddin á textasvæðinu er valin í valmyndinni Breidd (eða Width) fyrir ofan textaritilinn. Textinn getur verið í tveimur breiddarstillingum: Wide og Narrow.

Wide

Þetta er dæmi um texta í breiddinni Wide. Textinn fyllir þá út í allt plássið.

Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill og svo mikill lögmaður að engir þóttu löglegir dómar dæmdir nema hann væri við. Hann átti dóttur eina er Unnur hét. Hún var væn kona og kurteis og vel að sér og þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum.

Narrow

Þetta er dæmi um texta í stillingunni Narrow. Hér sést að spássíurnar eru breiðari. Þennan texta mætti til dæmis nota sem beina tilvitnun:

Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill og svo mikill lögmaður að engir þóttu löglegir dómar dæmdir nema hann væri við. Hann átti dóttur eina er Unnur hét. Hún var væn kona og kurteis og vel að sér og þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum.

Í stílflokkavalmyndinni er hægt að breyta útliti textans:

Inngangstexti. Letrið er blátt og aðeins stærra en venjulegur texti.

Tilvísun. Textinn dregst aðeins út.

Áherslutexti. Blár rammi birtist í kringum textann. Gott að nota ef það þarf að vekja athygli á einhverju sérstöku.

Það er hægt að birta myndir inni í textasvæðinu. En það kemur ekki vel út, svo þennan möguleika skal nota sparlega. Það á frekar að nota einingar sem eru gerðar til þess að birta myndir:

Til að birta mynd í textaboxi má smella á Embed-hnappinn í textaritlinum (E-hnappinn) og fella mynd inn í textann.

Í valmyndinni Display as í glugganum sem opnast skal þá velja Smámynd. Hér þarf líka að muna eftir að hafa alt-texta með myndinni.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.