Mynd á stofnana- og sérvefjum
Myndaeiningin er notuð til að birta eina staka mynd, án texta.
Eftir að búið er að bæta einingunni við síðuna getur þú sótt mynd úr myndasafni vefsins eða hlaðið upp mynd úr tölvunni.
Sjá nánar: Myndir og myndanotkun
Myndin getur verið í þremur breiddarstillingum
- Full - fyllir alveg út í skjáinn
- Wide - venjuleg breidd
- Narrow - minnsta breiddin.
Dæmi um breiddarstillingar eru neðar á síðunni.
Í valmyndinnni View mode er hægt að velja í hvaða hlutföllum myndin birtist. Ef ekkert er valið birtist myndin í sömu hlutföllum og í Default-stillingunni:
- Default: 1920x1440
- 360° mynd: Notað ef myndin er tekin með 360 gráðu myndavél. Þetta gefur möguleika á panorama-mynd, sem hægt er að færa til með músinni eða fingrinum.
- Banner: 1920x960
- Header: 1920x1440
- Hero: 1920x1080
- Original: Upprunalega stærð myndarinnar, hver sem hún er.
- Photo: 1920x1440
- Preview: Breidd myndarinnar er 220 punktar. Hæðin fer eftir hlutföllum hennar. (Nafn ljósmyndara birtist ef það er skráð með myndinni).
- Rectangle: 1920x576
- Squared: 1024x1024
Mismunandi breiddarstillingar mynda
Full
Image
Wide
Image
Narrow
Image