Margmiðlunarefni á stofnana- og sérvefjum

Margmiðlunareiningin (Media) er notuð til að birta margmiðlunarefni, einkum hljóðskrár og skjöl.

Það á ekki að nota þessa einingu til að birta myndir eða myndbönd.

Til að birta myndir er notuð einhver af þessum einingum:

Til að birta myndbönd á vefnum á að nota eininguna Video text.

Þegar margmiðlunareiningunni hefur verið bætt við síðuna smellirðu á tengilinn Media og þar næst á hnappinn Select entities.

Image
Media - Select entities

Þá opnast skjalasafnið, þar sem þú getur valið skjöl til að birta:

Image
Skjalasafn í drupal 9

Þú getur flett í gegnum skjalasafnið eða notað leitargluggann (keywords) eða síuna (Gerð) til að leita að efni.

Þegar þú hefur fundið skjalið sem þú vilt birta smellir þú á það þannig að ramminn í kringum það verði gulur. Það er hægt að velja fleiri en eina skrá til að birta í sömu einingunni.

Næst smellir þú á hnappinn Select entities neðst í sprettiglugganum. Skrárnar eru þá tilbúnar til birtingar.

Sjá nánari leiðbeiningar

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.