Grunnnámsleið
Forritun á námsleiðasíðum er ekki lokið. Þessar upplýsingar eiga því eftir að breytast!
Til að búa til námsleiðarsíðu fyrir grunnnámsleið er valið Content → Add content → From template. Þar er valin síðutegundin Námsleiðar-template GRUNNNÁM.
Námsleiðarsíðan skiptist í fjóra hluta:
- Haus (Header)
- Innihald (Content)
- Tögun
- Fyrir leitarvél (ekki skrifa hér)
Í reitinn Title efst á síðunni kemur heiti námsleiðarinnar, og gráða, eins og það er í Kennsluskránni. Ekki hafa einingafjöldann með. Best er að afrita heitið úr kennsluskránni, til að vera viss um að heitið sé eins á báðum vefjum.
Fyrir neðan reitinn á að vera merkt við Hide page title.
Í haus síðunnar kemur einingin Slæðusýning 50/50. Með texta vinstra megin og mynd hægra megin.
Stillingin View mode undir myndinni á að vera Banner 5050.
Upplýsingar í textaboxinu eru eftirfarandi:
Í reitinn Text á að koma texti um námsleiðina. Stuttur, hnitmiðaður og söluvænlegur.
Það er fyrirhugað að þessi texti verði sóttur af síðu námsleiðarinnar í Kennsluskrá. Þangað til það verður að veruleika þarf að skrifa í textareitinn.
Það á ekki að fylla út í aðra reiti hérna. Það fyllist sjálfkrafa út í þá þegar námsleiðarnúmer er notað.
Með tilbúna sniðmátinu fylgir tengill á Umsóknar-/Samskiptagáttina. Honum þarf ekki að breyta ef sniðmátið er notað.
Innihald
Innihald námsleiðarinnar á að vera, í þesari röð:
Efniseining: Fyrirsögn (Headline).
H2 medium
Headline = Inngangur (Á ensku: Overview) [Íslenska heitið á e.t.v. eftir að vera eitthvað annað. Það kemur í ljós þegar við förum að vinna í íslenska vefnum].
Það er fyrirhugað að þessar upplýsingar verði sóttar frá siðu hverrar námsleiðar í Kennsluskránni.
Þangað til það verður komið í gagnið er þetta leiðin:
Efniseining: Harmónikkulisti (Accordion)
Title = Er námið fyrir þig? (Á ensku: Is this the right programme for you?)
Í textareitinn eiga að koma þrjár til fimm spurningar um hvort námsleiðin höfði til viðkomandi notanda. Settar upp í punktalista. Þær geta t.d. byrjað á:
- Hefur þú áhuga á...
- Vilt þú starfa við...
- Getur þú...
- Sérð þú fyrir þér...
- Hefur þú gaman af...
- Langar þig...
Það er fyrirhugað að þessar upplýsingar verði sóttar frá siðu hverrar námsleiðar í Kennsluskránni.
Þangað til það verður komið í gagnið er þetta leiðin:
Efniseining: Harmónikkulisti (Accordion).
Title = Um hvað snýst námið? (Á ensku: What is the programme about?)
Í textareitinn eru upplýsingar um námið settar fram á skýran og einfaldan hátt. Engar málalengingar. Hér ætti að nota millifyrirsagnir á borð við:
- Uppbygging náms
- Viðfangsefni (talin upp í punktalista)
- Kjörsvið
- Meginmarkmið
- Fyrirkomulag kennslu
- Annað
Efniseining: Inntökuskilyrði
Hér er valið hvort upplýsingar eiga að vera á íslensku eða ensku.
Í reitinn fyrir neðan er sett inn númer námsleiðarinnar.
(Sjá leiðbeiningar um námsleiðarnúmer)
Þetta sækir upplýsingar um inntökuskilyrði úr hlutanum Aðgangskröfur (Admission requirements) á síðu námsleiðarinnar í Kennsluskránni.
Efniseining: Námskröfur
Hér er valið hvort upplýsingar eiga að vera á íslensku eða ensku.
Í reitinn fyrir neðan er sett inn númer námsleiðarinnar.
(Sjá leiðbeiningar um námsleiðarnúmer)
Þetta sækir upplýsingar um námskröfur úr samnefndum hluta á síðu námsleiðarinnar í Kennsluskránni.
Efniseining: Harmónikkulisti (Accordion)
Title = Hvar á námið heima? (Á ensku: Where does the programme belong?)
Í textareitinn er nefnt á hvaða sviði og deild námsleiðin er kennd.
Talið upp í punktalista og tenglar yfir á viðkomandi svið og deild.
Efniseining: Námskeið
Hér er merkt við hvort upplýsingarnar eiga að vera á íslensku eða ensku.
Í reitinn fyrir neðan er sett inn númer námsleiðarinnar.
(Sjá leiðbeiningar um námsleiðarnúmer)
Þessi eining sækir yfirlit og upplýsingar um námskeið sem kennd eru á námsleiðinni, eins og þau birtast í Kennsluskránni. Listinn er birtur eftir árum og misserum.
Efniseining: Fyrirsögn (Headline).
H2 medium
Headline = Aðrar upplýsingar (Á ensku: Additional information)
Efniseining: Harmónikkulisti (Accordion)
Title = Skiptinám (Á ensku: Exchange studies)
Í textareitinn koma upplýsingar um möguleika á skiptinámi. Yfirleitt staðlaður texti, afritaður af annarri námsleiðarsíðu innan sama sviðs eða deildar.
Ef sniðmátið fyrir grunnnámsleið er notað á ekki að þurfa að breyta textanum.
Staðlaður texti á íslensku:
Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla út um allan heim. Í því felast einstök tækifæri til að stunda hluta af náminu við erlenda háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér sérstöðu. Nemendur HÍ eiga almennt möguleika á að fara í skiptinám, starfsþjálfun eða sumarnám. Námsdvölin er þó alltaf háð samþykki deilda. Nemendur eiga kost á að fá námskeið metin sem hluta af náminu við HÍ svo dvölin þarf ekki að hafa áhrif á lengd námsins. Meira um möguleika á námsdvöl erlendis [þarf að uppfæra tengilinn – slóð á eftir að breytast]. |
Staðlaður texti á ensku:
The University of Iceland collaborates with over 400 universities worldwide. This provides a unique opportunity to pursue part of your studies at an international university thus gaining added experience and fresh insight into your field of study. Students generally have the opportunity to join an exchange programme, internship, or summer courses. However, exchanges are always subject to faculty approval. Students have the opportunity to have courses evaluated as part of their studies at the University of Iceland, so their stay does not have to affect the duration of their studies. |
Efniseining: Kemur í sömu efniseiningu og upplýsingar um skiptinám, í næsta harmónikkuboxi fyrir neðan.
Title = Dæmi um starfsvettvang (Á ensku: Potential careers)
Í textareitinn kemur texti um starfsmöguleika að námi loknu. Dæmi um störf eru oft talin upp í punktalista.
Efniseining: Kemur í sömu efniseiningu og upplýsingar um skiptinám og starfsvettvang, í næsta harmónikkuboxi fyrir neðan.
Title = Félagslíf (Á ensku: Social activities)
Í textareitinn er skrifaður stuttur texti um félagslíf nemenda innan námsleiðarinnar. T.d. upplýsingar um nemendafélag. Oft afritaður af annarri námsleið innan sama sviðs eða deildar.
Efniseining: Fyrirsögn (Headline).
H2 medium
Headline = Umsagnir nemenda (Á ensku: Student's comments)
Efniseining: Efnisbox (Custom box) með virkninni Student comments. Stillt upp í carousel.
Efniseining: Fyrirsögn (Headline).
H2 medium
Headline = Hjálplegt efni (Á ensku: Helpful content)
Efniseining: Efnisbox (Custom box) með virkninni Helpful content.
Það er misjafnt eftir enska og íslenska vefnum hvaða tenglar eiga að vera í þessu boxi.
Það fer líka eftir því á hvaða sviði eða deild námsleiðin heyrir undir.
Vinna er ekki hafin við íslenska vefinn. Upplýsingar eiga því eftir að bætast við hér.
Stöðluð box á enska vefnum:
Hér er nóg að velja Add existing custom entity. Öll þessi box eru tilbúin:
- How to apply (Title: How to apply, Helpful content)
- Registration (Registration, Helpful content)
- Student Councelling Centre (Student Counselling, Helpful content)
- English Proficiency Requirements (English Proficiency, Helpful content)
- Icelandic Proficiency Requirements (Icelandic Proficiency, Helpful content)
- Academic Calendar (Academic Calendar, Helpful content)
- Service Centre (Service Centre, Helpful content)
- Minor and major (Minor and Major, Helpful content)
- FAQ (FAQ, Helpful content)
Efniseining: Fyrirsögn (Headline).
H2 medium
Headline = Hafðu samband (Á ensku: Contact us)
Texti í textaboxi: Hafðu samband ef þú hefur spurningar (Á ensku: If you still have questions, feel free to contact us.)
Hér á að vera Custom box með virkninni Contact box (Tengiliðabox). Með upplýsingum um tengiliðaupplýsingar viðkomandi sviðs.
Þau eru til í bakgrunni vefsins. Það er því nóg að velja Add existing custom entity.
Tögun
Þessi hluti er fyrir leitarorð.
Í reitinn Fyrir námsleit eru skrifuð leitarorð til að námsleiðin finnist þegar leitarorðin eru skrifuð í námsleitina.
Eitt orð í hvern reit. Til að bæta öðrum reit við er smellt á hnappinn Add another item.
Leitarorðin verða að vera til á vefnum áður en þau eru skrifuð hingað. Til að bæta við nýjum leitarorðum er þessi leið farin:
Structure -> Taxonomy -> Leitarorð fyrir námsleit.
Í reitinnn Tögun koma efnisorð sem tengjast námsleiðinni. Til dæmis heimsmarkmið SÞ.
Fyrir leitarvél
Hér á ekki að skrifa neitt. Þessir reitir fyllast sjálfkrafa út þegar námsleiðarnúmerið er notað á síðunni. (Sjá upplýsingar fyrir ofan: Námskeiðalisti, Inntökuskilyrði og Námskröfur)