Tenglar á aðalvefjum
Hér gilda líka almennar reglur um framsetningu efnis og tengla á vefnum. Sjá leiðbeiningar um tengla á síðunni Skrifað fyrir vefinn.
Hver síða á vefnum á sitt eigið númer, eða node-númer. Það er mikilvægt að nota node-númerin þegar tengt er yfir á síður innan vefsins. Undantekning á þessu er þegar tengt er í starfsmannasíður. Sjá hér fyrir neðan: Tenglum bætt í texta – Tengill í síðu innan vefsins.
Node-númerið breytist aldrei. Það er n.k. kennitala hverrar síðu. Númerið sést í slóðinni þegar vinnsluhlutinn (edit-hlutinn) er opinn.
Síðan Rules - Code of Conduct á enska vefnum hefur t.d. node-númerið 4178.
Í textaritlinum velur þú textann sem þú vilt gera að tengli.
Smelltu svo á tenglahnappinn (Sjá um textaritilinn).
Þá opnast svona gluggi:
Í URL-reitinn setur þú slóðina sem þú vilt tengja í. Hér eru nokkrir möguleikar í boði:
Tengill í annan vef
Settu slóð síðunnar sem þú vilt tengja í.
Dæmi: https://ugla.hi.is/kennsluskra
Tengill í síðu innan vefsins
Settu inn slóðina í reitinn á forminu /node/[númer]
Dæmi: /node/4178
Sjá upplýsingar um node-númer fyrir ofan.
Undantekning frá þessu eru starfsmannasíður á vefnum. Þar á ekki að nota node-númerin, því þau geta breyst eða horfið. í staðinn á að nota slóðina /starfsfolk/ (/staff/ á enska vefnum) og notandanafn viðkomandi starfsmanns fyrir aftan. Dæmi:
- Íslenska /starfsfolk/benedikt
- Enska: /staff/benedikt
Tengill í netfang
Á undan netfanginu sem þú vilt tengja í kemur textinn mailto: – ekki með bili á milli.
Dæmi: mailto:hi@hi.is
Tengill í símanúmer
Til að gefa símanotendum möguleika á að smella á símanúmer til að hringja í kemur símanúmerið í reitinn með textanum tel: á undan – ekki með bili á milli.
Dæmi: tel:5254000
Tengill í PDF-skjal
Byrjaðu á að hlaða PDF-skjalinu upp á vefinn með einingunni File, eða finna það á vefnum. Sjá leiðbeiningar.
Opnaðu skjalið í nýjum glugga og afritaðu slóðina. Ef slóðin að skjalinu er https://hi.is/sites/default/files/2024-01/rules_of_procedure_on_the_course_catalogue.pdf er nóg að afrita slóðina frá og með hlutanum /sites.
Slóðin sem fer í teitinn er þá: /sites/default/files/2024-01/rules_of_procedure_on_the_course_catalogue.pdf
Í ýmsum efniseiningum er í boði að setja inn tengil eða hnapp (Button). Sem dæmi má nefna Tenglasafn (Link collection), Flýtileiðir (Shortcuts) og hnappa (buttons).
Í þessum einingum eru reitirnir:
- URL – Ef þú vilt tengja yfir á síðu innan vefsins er nóg að skrifa nafn síðunnar. Þegar þú byrjar að skrifa færðu lista yfir síður sem innihalda stafarununa. (Autocomplete-möguleikinn)
- Það er líka hægt að setja slóðina á forminu /node/[númer] í þennan reit. Sjá leiðbeiningar um node-númer hér fyrir ofan.
- Ef þú vilt tengja á síðu utan vefsins setur þú slóð að viðkomandi síðu í reitinn.
- Link text – Í þennan hluta kemur heitið á tenglinum.