Innskráning
Til að skrá þig inn í Drupal-vefumsjónarkerfið ferðu inn á aðalslóð vefsins. Aftan við hana bætir þú við /user. Dæmi:
- fel.hi.is/user
- sshi.hi.is/user
Þá birtist síða í líkingu við þessa:
Hér skrifar þú notandanafn og lykilorð í viðeigandi reiti. Stundum þarf líka að leysa stærðfræðidæmi.
Að lokum smellir þú á hnappinn Skrá inn (eða Log in).
Týnt eða gleymt lykilorð
Ef lykilorðið eða notandanafnið virkar ekki skaltu ekki reyna að skrá þig inn oftar en þrisvar sinnum. Annars gæti Drupal lokað tímabundið á IP-töluna þína. Hafðu samband við vefstjóra ef þú lendir í svona vandamáli.
Vinnustikan
Ef innskráning heppnaðist sérðu vinnustikuna efst í vafraglugganum. Hún er alltaf sýnileg á meðan þú ert skráð(ur) inn í Drupal. Hún lítur u.þ.b. svona út. Aðgerðir, útlit og virkni eru mismunandi eftir því á hvaða vef þú ert að vinna og hvernig aðgangsstillingar þínar eru: