Höfundarréttur

Það þarf að gæta þess að nota ekki höfundarréttarvarið efni án leyfis. Ekki ná í efni af netinu og birta það án umhugsunar!

Ef texti er afritaður af vefnum verður að gera það skýrt að hann sé fenginn annars staðar frá og vísa í heimildina. T.d. tengja í síðuna þaðan sem hann er fenginn.

Ritver HÍ veitir upplýsingar og aðstoð við heimildaskráningu.

Um myndir gildir það að nota þær ekki nema að fá leyfi frá ljósmyndara eða höfundi áður en þær eru notaðar.

Í myndasafni Háskólans eru myndir sem leyfilegt er að birta á vefjum Háskóla Íslands, sé annað ekki tekið fram.

Margar myndir (og textar) á netinu eru birtar undir Creative commons höfundarleyfi (CC). Það þýðir að hver sem er má nota þær og birta annars staðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það verður að geta þess hver höfundur efnisins er. Að öðru leyti eru skilyrðin mismunandi eftir því af hvaða tegund leyfið er. Sjá mismunandi tegundir CC höfundarleyfis.