Töflur á stofnana- og sérvefjum

Töflur geta verið til vandræða á vefnum. Það eru ekki síst blindir og sjónskertir notendur sem eiga í erfiðleikum með þær, þar sem lesvélar sem þeir nota geta ekki lesið töflurnar rétt nema þær séu sérstaklega skilgreindar. Stundum henta þær heldur ekki á minni skjám, þ.e. á símum eða spjaldtölvum.

Töflurnar ætti því að nota sparlega, enda oft hægt að miðla upplýsingunum á annan hátt. En stundum eru þær nauðsynlegar og þá er þetta aðferðin til að búa þær til:

Í einingu fyrir venjulegan texta smellir þú á töfluhnappinn í textaritlinum:

Þá birtist stillingagluggi fyrir töfluna:

Image
Stillingar fyrir töflu í Drupal

Í reitinn Raðir skrifar þú fjölda lína sem eiga að vera í töflunni.

Í reitinn Dálkar setur þú fjölda dálka. Það er hægt að bæta við eða fjarlægja línur og dálka eftir að taflan er tilbúin.

Í reitnum Fyrirsagnir velur þú hvaða raðir og/eða dálkar eiga að gegna hlutverki fyrirsagna. Fyrirsagnir í töflum eru mikilvægar til að skjálesarar fyrir blinda og sjónskerta notendur lesi töfluna rétt.

Í reitinn Titill skrifar þú lýsandi heiti á töflunni.

Stillingin Add stripes gefur línunum í töflunni mismunandi liti. Önnur hver lína helst óbreytt, hin verður ljósgrá á litinn.

Ef merkt er við Add hover effect verður röð í töfluni grá ef músarbendillinn er settur yfir hana.

Add borders stillingin bætir við þunnri línu til að skilja á milli dálka í töflunni.

Table dark stillingin gerir töfluna svarta, með hvítum stöfum.

Stillingin Table small minnkar bilið á milli lína í töflunni.

Þú getur alltaf breytt stillingum á töflunni síðar, með því að hægrismella á hana með músinni og velja viðeigandi atriði sem þú vilt breyta.

Til að bæta röð við töfluna velur þú reit fyrir ofan eða neðan í töflunni og hægrismellir á hann. Í valmyndinni sem birtist velur þú Röð og því næst Skjóta inn röð fyrir ofan eða neðan, eftir því hvar þú vilt að röðin birtist.

Nokkur dæmi um töflur

Venjuleg tafla, efsta lína notuð sem fyrirsögn:

Ár Fjöldi nemenda Þar af nýnemar
2023 14.167 3.623
2022 13.967 3.439
2021 15.258 3.922

 

Add stripes

Ár Fjöldi nemenda Þar af nýnemar
2023 14.167 3.623
2022 13.967 3.439
2021 15.258 3.922

 

Hover effect

Ár Fjöldi nemenda Þar af nýnemar
2023 14.167 3.623
2022 13.967 3.439
2021 15.258 3.922

 

Borders

Ár Fjöldi nemenda Þar af nýnemar
2023 14.167 3.623
2022 13.967 3.439
2021 15.258 3.922

 

Table dark

Ár Fjöldi nemenda Þar af nýnemar
2023 14.167 3.623
2022 13.967 3.439
2021 15.258 3.922

 

Table small

Ár Fjöldi nemenda Þar af nýnemar
2023 14.167 3.623
2022 13.967 3.439
2021 15.258 3.922

 

Venjuleg tafla, fyrsta röð og dálkur notuð sem fyrirsagnir

Ár Fjöldi nemenda Þar af nýnemar
2023 14.167 3.623
2022 13.967 3.439
2021 15.258 3.922
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.