Tenglar í íslenska og enska síðu

Efst í vinstra horni er í boði að hafa tengla í enska og íslenska forsíðu: (EN/IS tenglarnir).

Til að breyta þeim er þetta leiðin (Hún er aðeins í boði fyrir notendur með stjórnendaaðgang):

  1. Smelltu á Stillingar (eða Configuration) í tækjastikunni efst. (Það verður að smella á tengilinn, ekki bíða eftir að gardínan komi niður).
  2. Smelltu á Footer and front page link settings.
  3. Neðst á síðunni sem þá birtist eru reitirnir Select link target fir English/Icelandic front page. Þangað eiga viðkomandi slóðir að koma.
  4. Vistaðu stillingarnar.

Þetta tekur stundum dálítinn tíma að breytast eftir að búið er að vista. Gæti tekið nokkra klukkutíma.

Þessir tenglar eru bara til að komast yfir á eina enska og eða íslenska síðu, yfirleitt forsíðu vefsins. Sama hvaða síðu fólk er að skoða lendir það alltaf á forsíðunni þegar smellt er á EN eða IS tenglana.

Ef þetta ætti að virka þannig að fólk færi alltaf yfir á samsvarandi enska síðu þyrfti vefurinn að vera speglaður, þ.e. allar síður þyrftu að vera til bæði á íslensku og ensku.

Það hefur verið reynt að hafa vefina (íslenska og enska) speglaða en það reyndist ekki vel. Ef þeir eiga að vera speglaðir þarf allt efni að vera til bæði á íslensku og ensku. Íslenski og enski vefurinn þjóna ólíkum markhópum og það sem er til á ensku þarf ekki endilega líka að vera til á íslensku – og öfugt.

Þar sem þessi virkni krefst þess að allar síður séu til á báðum vefjum skapast ákveðinn ómöguleiki þar sem efni vefjanna er ekki hið sama báðum megin. Þannig þyrfti að þýða allt efni og setja upp á bæði íslenska og enska vefnum. Eina leiðin til að hafa vefi speglaða er að það sé nákvæmlega sama efni á báðum vefjum.

Í mörgum tilvikum er líka um að ræða tvo markhópa sem þurfa oft ekki sömu upplýsingar. Dæmi: Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki upplýsingar um landvistarleyfi, þjónustu við fjölskyldu s.s. leikskólapláss, atvinnuleyfi maka o.fl., en þær upplýsingar er að finna á enska vefnum.

Ef við ætluðum að hafa sama efni á báðum síðum myndi það þýða fjölgun á þýðendum og vefriturum í fullu starfi. Því er ekki til að dreifa eins og staðan er í dag og þess vegna verður því miður ekki hægt að koma því við að hafa ytri vefina okkar speglaða.

En stundum höfum við sett tengla inn á síður og vísað beint á samsvarandi útgáfu á hinu tungumálinu. Hann heitir þá t.d. „This page in english“ eða „Þessi síða á íslensku“.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.