Stillingar í fæti á stofnana- og sérvefjum
Í fæti síðunnar eru þrír dálkar til að birta upplýsingar um staðsetningu, opnunartíma og netfang og/eða símanúmer. Þar er einnig hægt að setja tengla í samfélagsmiðla (Facebook, Twitter (nú X), Youtube og Instagram).
Breytingar á þessum upplýsingum eru bara opnar notendum með aðgangsheimild stjórnenda.
Til að breyta upplýsingum í fæti ferð þú þessa leið:
- Smelltu á Uppbygging → Block layout.
- Neðst á síðunni sem þá birtist eru þrjár blokkir:
- Address block (Fyrir heimilisfang/staðsetningu)
- Contact block (Fyrir símanúmer og netfang)
- Info block (Fyrir upplýsingar um opnunartíma, eða aðrar stuttar upplýsingar).
- Smelltu á hnappinn Stilla aftan við blokina sem þú vilt breyta:
- Þá birtist síða þar sem þú skrifar viðkomandi upplýsingar. Ekki breyta öðru en textanum í textaritlinum.
- Mundu að vista í lokin!
Til að setja tengla í samfélagsmiðla í síðufótinn er þetta leiðin:
- Smelltu á Stillingar (eða Configuration).
- Þá á Footer and front page links settings.
- Þá birtast textareitir þar sem þú þarft að setja slóðirnar að viðkomandi miðlum.
Í boði er að setja tengil á Facebook, Twitter (nú X), Youtube eða Instagram. - Muna að vista í lokin.
Þá birtast merki viðkomandi samfélagsmiðla hægra megin í fætinum.
Ath.: Það tekur stundum dálítinn tíma fyrir samfélagsmiðlalógóin að birtast. Það er eðlilegt að breytingin taki um einn til tvo klukkutíma.
Til að birta lógó fyrir jafnlaunavottun, græn skref eða ISO/IEC 27001 í fætinum er þetta aðferðin:
- Smelltu á Stillingar (eða Configuration).
- Þá á Footer and front page links settings.
- Neðst á síðunni eru þrjú box, eitt fyrir hvert merki. Hakaðu við merkin sem þú vilt að birtist í fætinum.
- Mundu að vista.