Hlaða upp skrá á aðalvefi
Það er hægt að nota skjalaeininguna (File) til að hlaða upp skjölum á vefinn. En það er líka hægt að fara leiðina sem lýst er hér fyrir neðan.
Það er ekki í boði að hlaða upp Word- eða Excel-skjölum á vefinn. Það verður að breyta þeim í PDF-skjöl.
ATH: Þurfa alltaf að vera skjöl?
Sjá líka: PDF-plágan
- Smelltu á Content í tækjastikunni á vefnum (Blaðatáknið).
- Smelltu á Media á síðunni sem þá birtist.
- Smelltu á hnappinn Add media.
- Veldu File í listanum sem birtist.
- Smelltu á hnappinn Choose file.
- Finndu skjalið í tölvunni þinni og tvísmelltu á það.
Skjalið hleðst þá sjálfkrafa upp á vefinn. - Gefðu skjalinu eitthvað nafn sem lýsir innihaldi þess í stuttu máli.
(Þetta auðveldar vinnuna ef það þarf að finna skjalið síðar). - Smelltu að lokum á Vista-hnappinn.
Smelltu á nafnið á skjalinu sem þú hlóðst upp.
Þá opnast það í nýjum popup-glugga.
Efst í glugganum er slóðin að skjalinu. Þú getur afritað hana og notað til að búa til tengil í skjalið.
Þegar skrefin fyrir ofan eru búin er hægt að setja tengil í skjalið inn í venjulegan texta.
Sjá leiðbeiningar á síðunni Tenglar á aðalvefjum, undir hlutanum Tenglum bætt við texta →Tengill í PDF-skjal