Hlaða upp skrá á aðalvefi

Það er hægt að nota skjalaeininguna (File) til að hlaða upp skjölum á vefinn. En það er líka hægt að fara leiðina sem lýst er hér fyrir neðan.

Það er ekki í boði að hlaða upp Word- eða Excel-skjölum á vefinn. Það verður að breyta þeim í PDF-skjöl.

ATH: Þurfa alltaf að vera skjöl?
Sjá líka: PDF-plágan

  1. Smelltu á Content í tækjastikunni á vefnum (Blaðatáknið).
  2. Smelltu á Media á síðunni sem þá birtist.
  3. Smelltu á hnappinn Add media.
  4. Veldu File í listanum sem birtist.
  5. Smelltu á hnappinn Choose file.
  6. Finndu skjalið í tölvunni þinni og tvísmelltu á það.
    Skjalið hleðst þá sjálfkrafa upp á vefinn.
  7. Gefðu skjalinu eitthvað nafn sem lýsir innihaldi þess í stuttu máli.
    (Þetta auðveldar vinnuna ef það þarf að finna skjalið síðar).
  8. Smelltu að lokum á Vista-hnappinn.

Smelltu á nafnið á skjalinu sem þú hlóðst upp.

Þá opnast það í nýjum popup-glugga.

Efst í glugganum er slóðin að skjalinu. Þú getur afritað hana og notað til að búa til tengil í skjalið.

Þegar skrefin fyrir ofan eru búin er hægt að setja tengil í skjalið inn í venjulegan texta.

Sjá leiðbeiningar á síðunni Tenglar á aðalvefjum, undir hlutanum Tenglum bætt við texta →Tengill í PDF-skjal

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.