Einingin Starfsmanna listi er notuð til að búa til starfsmannalista. Nöfn og upplýsingar um starfsmenn eru sóttar úr Kviku, starfsmannaskrá HÍ, með einfaldri skipun.

Upplýsingar sem birtast í starfsmannalistum eru:

  • Mynd
  • Nafn (með tengli í starfsmannasíðu á vef HÍ)
  • Símanúmer
  • Netfang
  • Sérsvið

Í reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir listanum. Hún er ekki nauðsynleg nema þú viljir birta listann undir fellilista. (Plús-lista, Harmónikkulista). Sjá neðar.

Í valmyndinni Gerð velurðu hvers konar lista þú vilt birta. Hægt er að velja úr þremur tegundum af listum, á íslensku eða ensku. Þannig að samtals eru 6 möguleikar í boði:

  • Starfsmannalisti
  • Starfsmannalisti miðað við tag
  • Einstaklingalisti

Í reitinn Fyrirspurn skrifar þú skipunina. Inn í þennan reit komast 2048 tákn/stafabil! Nánari upplýsingar og dæmi um skipanir eru hér: Starfsmannalistar.

Fyrir neðan Fyrirspurnarreitinn er valmyndin Display Staff. Þar velur þú hvort listinn birtist í töflu (Table) eða undir fellilista (Accordion).

Aðalbygging Háskóla Íslands

Leiðbeiningar og dæmi um starfsmannalista

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila