Gallerý á stofnana- og sérvefjum
Gallerý-eininguna má nota til að birta fleiri en eina mynd á sömu síðu. Þá er hægt að fletta í gegnum myndirnar.
Eftir að einingunni hefur verið bætt við getur þú hlaðið mynd upp á vefinn eða sótt mynd sem nú þegar er búið að hlaða upp.
Sjá nánar um myndir og myndanotkun.
Til að fjarlægja mynd úr myndasafninu smellirðu á hnappinn Fjarlægja undir myndinni. (Hún hverfur ekki af vefnum, heldur bara úr safninu).
Einnig má breyta röð myndanna með því að draga þær til og frá með músinni. (Drag-n-drop-möguleikinn).
Hægt er að hafa þessa einingu í þremur mismunandi stærðum: Full, Wide og Narrow.
Þegar myndirnar eru komnar á síðuna birtist tala neðst í hægra horninu á myndinni, sem gefur til kynna hversu margar myndir til viðbótar eru í þessari myndasýningu.