Starfsmannasíða
Starfsmannasíður innihalda upplýsingar um starfsmenn HÍ. Það þarf ekki að búa þessar síður til handvirkt, því upplýsingar um starfsmenn flytjast sjálfkrafa úr starfsmannaskránni yfir á Drupal.
Grunnupplýsingar sem birtast á starfsmannasíðum eru:
- Nafn starfsmanns
- Starfsheiti
- Starfseining
- Netfang
Starfsmenn breyta upplýsingum um sig sjálf. Það er gert í Uglu, undir hlutanum Um mig. Þar er hægt að bæta við upplýsingum, s.s.:
- Mynd
- Námsferli
- Starfsferli
- Lista yfir sérsvið
- Samstarfsaðilum
- Ferilskrá og ritaskrá á PDF-formi
- Tengingu við Orcid
- Auka símanúmerum og netföngum
- Auka starfsheiti
- Tenglum í samfélagsmiðla
- Tenglum í vefsíðu
- Persónufornafni sem starfsmaður kýs að nota
- Eigin texta um helstu störf og rannsóknir
- Upplýsingar um hvort starfsmaður taki að sér að leiðbeina nemendum, í grunnnámi, meistaranámi og/eða doktorsnámi.